Gunnar Steingrímsson úr Fljótum nýr Íslandsmeistari í hrútaþukli
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.08.2022
kl. 08.45
Um helgina var Íslandsmótið í hrútadómum haldið á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Nýr meistari var krýndur, en Strandamenn náðu ekki að landa sigri að þessu sinni. Sigurvegari í vana flokknum og þar með Íslandsmeistari í hrútaþukli varð Gunnar Steingrímsson Stóra-Holti í Fljótum. Í öðru sæti varð Marinó Helgi Sigurðsson á Hólmavík og er hann yngsti keppandi til að komast á pall í vana flokknum frá upphafi. Í þriðja sæti varð Þórður Halldórsson Breiðabólstað á Fellsströnd í Dölum. Alls kepptu 35 í vana flokknum. Eyjólfur Yngvi Bjarnason ráðunautur var yfirdómari að þessu sinni og fær bestu þakkir fyrir vel unnin störf.
Meira
