Fréttir

Tíu sóttu um starf Byggðastofnunar en fjórir drógu umsóknir sínar til baka

Alls sóttu tíu einstaklingar um stöðu forstjóra Byggðastofnunar en fjórir hafa dregið umsókn sína til baka eftir að umsóknarfrestur rann út þann 25. júlí sl. Auglýst var eftir framsýnum leiðtoga til að takast á við áskoranir á sviði byggðaþróunar. Einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á þróun og framtíð byggðamála á Íslandi, metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs.
Meira

Séra Gísli Gunnarsson vígður vígslubiskup í Hólaumdæmi

„Líf, vöxtur og þroski. Undir þessum einkunnarorðum vil ég starfa þann tíma sem ég mun þjóna sem vígslubiskup“ Sagði séra Gísli Gunnarson ,áður sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði nú vígslubiskup í Hólaumdæmi, í predikun sinni eftir að hann var vígður inn í embættið. Margt var um manninn á Hólum og Hóladómkirkja þéttsetin.
Meira

Afar sjaldgæfir flækingar sem gætu haslað sér völl á Íslandi

Það er alltaf gaman að geta birt myndir af sjaldséðum fiðruðum gestum hér á Fróni og ekki verra ef þeir láta sjá sig hér norðan lands. Á mánudag í síðustu viku náði hinn lunkni myndasmiður Elvar Már Jóhannsson myndir af afar sjaldséðum fuglum á Þrastarstöðum á Höfðaströndinni í Skagafirði svokölluðum taumgæsum, Anser indicus sem líklega má telja til evrópskra flækinga.
Meira

Stólastúlkur tóku stigin í níu marka trylli

Það var heldur betur markaveisla á Sauðárkróksvelli í dag því 19 mörk voru skoruð í þeim tveimur leikjum sem fram fóru. Strákarnir unnu öruggan 9-1 sigur en það var meiri spenna þegar Stólastúlkur tóku á móti spræku liði Víkings í mikilvægum leik liðanna í Lengjudeildinni. Reykjavíkurstúlkurnar þurftu sigur til að halda sér í toppbaráttunni og Stólastúlkur sömuleiðis. Eftir átta marka óhóf í fyrri hálfleik var heimaliðið með tveggja marka forystu í hálfleik en gestirnir náðu aðeins að klóra í bakkann í uppbótartíma í síðari hálfleik og Stólastúlkur fögnuðu innilega 5-4 sigri.
Meira

Létt verk og löðurmannlegt í logninu á Króknum

Tindastóll hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar og nú er bara spurning hvort liðið sleppur við að fara í umspil. Allir leikir skipta því enn máli. Næst síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni fór fram á Sauðárkróksvelli í dag þegar Skautafélag Reykjavíkur mætti til leiks. Stólarnir unnu fyrri leik liðanna 3-5 en gestirnir reyndust lítil fyrirstaða í dag þó þeir hafi minnt á sig framan af leik. Lokatölur voru 9-1.
Meira

Kormákur/Hvöt lutu í lægra haldi í Eyjum

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu í dag en Húnvetningar héldu þá til Eyja og léku við heimamenn í KFS á Týsvelli. Eyjapiltarnir komust yfir snemma leiks en það var hasar í lokin en KFS stóð uppi sem sigurvegari eftir 2-1 sigur.
Meira

Þúsund manns í heimsókn með Azamara Pursuit

Það eru sviptingar við höfnina á Sauðárkróki í dag en á vef Skagafjarðarhafna segir að Lagarfoss hafi komið til hafnar klukkan fimm í nótt og spænt úr höfn þremur tímum síðar svo Azamara Pursuit kæmist í höfn klukkan tíu. Það er þriðja skemmtiferðaskipið sem heimsækir Sauðárkrók í sumar og það stærsta en með eru um 600 farþegar en í áhöfn eru 388.
Meira

Fuglahræ vekja grunsemdir um fuglaflensu

Feykir fékk sendar myndir af fuglahræjum sem lágu í fjörunni við Sauðárkrók á dögunum en á um 500 metra kafla sáust a.m.k. sjö dauðir lundar. Þó það sé ekki óalgengt að fuglahræ verði á vegi fólks í fjörugöngunni vekur þetta samt upp spurningar hvort fuglaflensu geti verið um að kenna.
Meira

Hólahátíð og biskupsvígsla um helgina

Hólahátíð verður haldin hátíðleg nú dagana 13.-14. ágúst en venju samkvæmt er hátíðin haldin sunnudaginn í 17. viku sumars. Dagskráin verður örlítið óvenjuleg þar sem sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, verður vígður biskup en það er Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígir sr. Gísla við hátíðlega athöfn á sunnudag í Hóladómkirkju.
Meira

Þórarinn hefur áhyggjur af framtíð verkalýðshreyfingarinnar

Vísir.is er með Þórarinn G. Sverrisson, formann Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í viðtali í kjölfar afsagnar Drífu Snædal sem forseta ASÍ. Hann segir fram­tíð verka­lýðs­hreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undan­fariðeftir að hópur fólks hafi komist til valda með of­forsi og ein­eltis­til­burðum, sem fáir séu spenntir að vinna með.
Meira