Fréttir

Til stendur að hætta póstafgreiðslu á Skagaströnd

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar þann 11. ágúst síðastliðinn var farið yfir erindi Byggðarstofnunar, frá 3. ágúst, um fyrirhugaða lokun Íslandspóst á almennri póstafgreiðslu á Skagaströnd frá og með 1. september næstkomandi.
Meira

Breytingar í stjórnun Háskólans á Hólum

Þann 1. ágúst sl. voru gerðar breytingar á skipulagi Háskólans á Hólum sem miða að því að draga úr yfirbyggingu í stjórnun skólans og færa fjármagn yfir í aukna þjónustu til starfsmanna. Edda Matthíasdóttir, sem áður var sviðsstjóri mannauðs, gæða og rekstrar hjá skólanum hefur nú verið ráðin sem framkvæmdastjóri hans.
Meira

Alexandra áfram sveitarstjóri á Skagaströnd

Alexandra Jóhannesdóttir, sem gegnt hefur starfi sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagastrandar, mun gegna starfinu áfram en á fundi sveitarstjórnar í dag var endurnýjaður ráðningarsamningur við hana staðfestur. Alexandra mun því gegna starfinu næstu fjögur ár.
Meira

Byggðarráð Skagafjarðar bendir á Alexandersflugvöll sem augljósan kost

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það gýs að nýju á Reykjanesskaga og vísindamenn leiða líkum að því að þessar jarðhræringar, með tilheyrandi skjálftum og eldgosum, geti staðið yfir næstu áratugina. Þar sem Keflavíkurflugvöllur er í námunda við gossvæðið gæti svo farið að gos hefði gríðarleg áhrif á samgöngur; bæði um flugvöllinn og nálæga þjóðvegi. Því hefur nú blossað upp umræða um heppilegan varaflugvöll fyrir landið. Á fundi í gær benti byggðarráð Skagafjarðar á að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki henti vel sem svar við þessari brýnu þörf.
Meira

„Vatnsnesvegur er bara ófær á löngum kafla“

Íbúar á Vatnsnesi hafa í langan tíma talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að vegaframkvæmdum á nesinu fallega. Fyrir Vatnsnes liggur 70 kílómetra malarvegur sem er markaður óteljandi holum og fólki hreinlega vorkunn að fara þar um. „Vegurinn er bara ófær á löngum kafla ef maður getur orðað það þannig. Bílarnir svosem skrölta þetta og fólk þarf að nota veginn til að komast frá A til B en hann er bara hræðilegur,“ hefur RÚV eftir Guðrúnu Ósk Steinþórsdóttur, grunnskólakennara, sem fer veginn daglega.
Meira

Taktu þátt í vali á fugli ársins 2022

Fuglavernd hefur hrundið af stað leitinni að Fugli ársins, annað árið í röð en kynntir eru til leiks tuttugu fuglar á nýuppfærðri heimasíðu keppninnar, https://fuglarsins.is/. Þar er einnig hægt að sjá þá fugla sem voru tilnefndir og tóku þátt í fyrra en í það skiptið bar heiðlóan sigur úr bítum, vorboðinn okkar ljúfi.
Meira

Feykir seinna á ferðinni

Vegna sumarleyfa er Feykir prentaður utan héraðs og var honum skilað til prentunar á mánudaginn. Því miður náðist ekki að koma honum á bíl á réttum tíma í gær sunnan heiða svo ekki er von á blaðinu á Krókinn fyrr en á morgun og þá fyrst hægt að koma ferskum Feyki til áskrifenda.
Meira

Rabb-a-babb 211: Ásdís Ýr

Nafn: Ásdís Ýr Arnardóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er barnabarn Manna og Maju á Vindhæli, dóttir Önnu og Össa í Vélsmiðjunni sálugu. Ég lærði að lesa og hjóla á Blönduósi, tók út gelgjuna í Mosfellsbæ og varð fullorðin í Vesturbæ Reykjavíkur en ákvað svo um þrítugt að flytja aftur á Norðurlandið. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Túnfisksalatið mitt er himneskt. Börnin myndu segja lasanga. Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? . Ég væri til í að vera Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna. Ég myndi eyða deginum á Íslandi og vera með fyrirlestur í Hörpu fyrir ungar konur.
Meira

Þjóðarhöll í íþróttum – framkvæmdanefnd hefur störf

Framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum hóf störf í dag en í henni starfar sem fulltrúi ríkisins Þórey Edda Elísdóttir, á Hvammstanga. Hlutverk framkvæmdanefndar er að leiða vinnu vegna hönnunar, útboðs og hvernig staðið verður að fjármögnun þjóðarhallar og undirbúa ákvörðun um útfærslu og rekstrarform. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar til fjölmiðla.
Meira

Drífa Snædal segir af sér sem forseti ASÍ

Í yfirlýsingu á heimasíðu ASÍ segist Drífa Snædal hafa ákveðið að segja af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands og þeim trúnaðarstöðum sem hún hafi gegnt sem forseti. Tiltekur hún nokkrar ástæður fyrir ákvörðun sinni og þar sem stutt sé í þing ASÍ, sem er í byrjun október, hafi hún þurft að gera það upp við sig hvort hún gæfi áfram kost á sér.
Meira