Fréttir

Hornfirðingar rændu Húnvetninga í blálokin

Lið Kormáks/Hvatar fékk Hornfirðingana í Sindra í heimsókn á Blönduósvöll í gærdag. Fyrir umferðina sat lið heimamanna þægilega í efri hluta 3. deildarinnar en gestirnir hafa verið að gera sig digra í toppbaráttunni og máttu illa við því að tapa stigum. Allt stefndi þó í að liðin skiptu stigunum á milli sín en skömmu fyrir leikslok tókst Sindra að koma boltanum í mark heimamanna og fóru því alsælir heim á Höfn. Lokatölur 0-1.
Meira

„Handavinna hefur alltaf gefið mér mikla ró og segja má að hún næri í mér sálina“

Lilja býr ásamt manni sínum Val Valssyni og Ásrúnu dóttir þeirra í Áshildarholti. Þó það séu kannski ekki hannyrðir en þá gerðum þau hjónin húsið upp ásamt góðu fólki, en föðuramma Lilju átti húsið og þar finnst þeim dásamlegt að vera.
Meira

Stiklað á stóru um ferðalag Kvennakórsins Sóldísar til Ítalíu

Snemma árs 2020 segir í frétt í Feyki að Kvennakórinn Sóldís ætlaði að fagna tíu ára starfsafmæli sínu en fyrstu tónleikar kórsins voru haldnir í menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð á konudaginn, sem þá bar upp á 20. febrúar. Kórinn hóf starfsemi um haustið áður og segir í annarri frétt í Feyki að hann hafi slegið eftirminnilega í gegn á kvennafrídeginum er hann söng á samkomu sem haldinn var í tilefni dagsins í Miðgarði þann 24. október 2011.
Meira

Stólastúlkur með góðan sigur gegn Haukum

Stólastúlkur sprettu úr spori í Reykjanesbæ í kvöld líkt og strákarnir nema þær fengu að spila utanhúss. Andstæðingarnir voru lið Hauka sem sitja á botni Lengjudeildarinnar með aðeins fjögur stig líkt og lið Fjölnis. Það mátti því gera ráð fyrir sigri Tindastóls og sú varð raunin. Lokatölur 0-5 og baráttan um sæti í Bestu deild kvenna hreint út sagt grjóthörð.
Meira

Tindastólsmenn mörðu lið RB í Nettóhöllinni

Tindastólsmenn spiluðu í kvöld í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ fyrir framan tíu áhorfendur en andstæðingarnir voru lið RB. Heimaliðið hefur á að skipa ágætu liði en sat engu að síður í sjötta sæti B-riðils 4. deildar fyrir leikinn, já og sitja þar enn því gestirnir að norðan unnu leikinn 1-2.
Meira

Glæsileg gjöf frá Gærunum

Á vef Húnaþings kemur fram að í sumar hafi íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga borist vegleg gjöf frá Gærunum, en þær halda úti nytjamarkaðinum á þar á bæ. Var þetta í þriðja skiptið sem íþróttamiðstöðin naut góðs af því góða starfi sem Gærurnar halda úti.
Meira

Um 80 Dylanlög verða flutt á Dylanhátíð á Skagaströnd

Dagana 13.-14. ágúst verður tónlistarhátíðin Eins og veltandi steinn haldin á Skagaströnd en hátíðin er tileinkuð tónlist Bob Dylan. Til stóð að halda hátíðina í fyrra en þá greip Covid-faraldurinn inn í og lífinu var slegið á frest. Nú verður gerð önnur tilraun til að heiðra þennan magnaða tónlistarsnilling. Einn af forsprökkum hátíðarinnar er Hermann Sæmundsson og Feykir hafði samband við hann og forvitnaðist örlítið um Dylan hátíðina á Skagaströnd.
Meira

Króksmótið fer fram um helgina

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Króksmótið í knattspyrnu fari fram á Sauðárkróki um helgina. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2019 sem mótið fer fram en fresta þurfti Króksmóti 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að 92 lið frá 19 félögum taki þátt í mótinu og eflaust með jákvæðnina í fyrirrúmi því það er gaman á Króksmóti.
Meira

Jarðvinnsla í Spákonufelli 2022

Fram kemur á vef Skagastrandar að áætlað er að jarðvinna í ágúst bæði fyrir haustgróðursetningu 2022 og vorgróðursetningu 2023 samtals um 60 hektara.
Meira

Stórlaxar í Húnaþingi

Hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt í húnvetnskum laxveiðiám síðustu vikurnar. Upp úr miðjum júlí veiddi Oddur Rúnar Kristjánsson 102 sentímetra langan lax í Hrútafjarðará og Lord Falmouth veiddi 105 sentímetra langan lax í Laxá á Ásum 22. júlí. Theódór Friðjónsson veiddi 100 sentímetra langan lax í Miðfjarðará 2. ágúst og daginn áður veiddi Ragna Sara Jónsdóttir 97 sentímetra lax í Blöndu. Vel hefur veiðst í húnvetnsku laxveiðiánum síðustu vikuna.
Meira