Zoran Vrkic áfram með Stólunum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.08.2022
kl. 19.07
Áfram heldur körfuknattleiksdeild Tindastóls að styrkja hópinn fyrir komandi tímabil því nú hefur verið samið við Zoran Vrkic um að leika áfram með Stólunum næsta vetur. „Zoran er Tindastólsfólki vel kunnur en hann spilaði með liðinu frá síðustu áramótum við góðan orðstír. Við bjóðum Zoran velkominn aftur á Krókinn og hlökkum til að sjá hann í Síkinu á nýjan leik,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu kkd. Tindastóls.
Meira
