Edda Björg gæti alveg hugsað sér að verða rithöfundur
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
21.07.2022
kl. 15.08
Lífið er fullt af leikjum og nú á meðan á EM2022 í knattspyrnu fer fram hefur staðið yfir súpereinfalt og skemmtilegt átak fyrir krakka undir yfirskriftinni Tími til að lesa. Þátttakendur gerðu samning um að lesa heilan helling meðan á keppninni í Englandi stendur og skrifa fullt af skemmtilegum boltasögum. Nú í vikunni fékk Edda Björg Einarsdóttir, tíu ára (en alveg að verða ellefu), frá Syðra-Skörðugili í Skagafirði, óvænt símtal frá Gunna Helga, uppáhalds rithöfundinum sínum. Hann tilkynnti henni að hún væri sigurvegari í sögukeppni Tíma til að lesa og vinningurinn var ekki af verri endanum – ferð á landsleik með íslenska kvennalandsliðinu.
Meira
