Fréttir

Aðalfundur UMFT

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 15. júní kl. 20:00 í Húsi frítímans Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Meira

Ásgeir Trausti er fínn með morgunkaffinu / ÓLAFUR RÚNARS

Að þessu sinni tekur Tón-lystin hús á Ólafi Rúnarssyni sem er árgerð 1970. Hann er innfæddur Garðbæingur en býr nú á Hvammstanga og kennir þar við Tónlistarskóla Húnaþings vestra en að auki kennir hann líka við Auðarskóla í Dölum. Ólafur segir að pabbi hans eigi rætur að rekja á Refsstaði í Laxárdal sem og Björnólfsstaði í Langadal og Litlu-Ásgeirsá í Þorkelshólshreppi sem nú er í Húnaþingi vestra.
Meira

Skýrslu um blóðtöku úr fylfullum hryssum skilað til matvælaráðherra

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skipaði í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kringum blóðtöku úr fylfullum hryssum hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslunni er rýnt í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið.
Meira

Nemendur Höfðaskóla fengu folf diska frá foreldrafélaginu

Í gær, á síðasta skóladegi í Höfðaskóla á Skagaströnd, fengu allir nemendur skólans folf disk í gjöf frá foreldrafélagi skólans en nýverið var settur upp frísbígolfvöllur á Skagaströnd og segir á heimasíðu Höfðaskóla að sé mjög vel heppnaður.
Meira

Fréttatilkynning frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki í Skagafirði :: Meirihlutaviðræður ganga vel

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa myndað meirihluta í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá árinu 2014 til 2022. Hefur samstarfið gengið vel í þau átta ár sem flokkarnir hafa starfað saman og rekstur sveitarfélagsins verið góður þrátt fyrir mestu framkvæmdaár í sögu sveitarfélagsins.
Meira

Opið bréf til nýkjörinna sveitarstjórnarfulltrúa!

Til hamingju með að ná kjöri. Nú er mikilvægt að vanda sig. Eitt af því sem kjörnir fulltrúar bera ábyrgð á er að þeirra sveitarfélag hafi samráð við fatlað fólk. Nú er lag að nýjar og endurkjörnar sveitarstjórnir gæti að lagaskyldu sinni til að koma upp notendaráðum fatlaðs fólks í hverju sveitarfélagi. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar góða reynslu af slíku fyrirkomulagi sem skilar sér í betri ákvörðunum og betri nýtingu á fjármagni, auk þess sem samfélög sem viðhafa samráð verða betri staðir til að búa á.
Meira

Norðanátt heldur áfram að eflast - nú með samstarfi við háskólana á Norðurlandi

Nýverið voru undirritaðar samstarfsyfirlýsingar milli Norðanáttar og háskólanna á Norðurlandi, Háskólans á Akureyri og á Háskólans á Hólum. Markmið samstarfsins er að skapa enn öflugra vistkerfi nýsköpunar á svæðinu. Háskólarnir eru mikivægur hlekkur í því vistkerfi og því mikill fengur af samstarfinu.
Meira

Styrkjum úthlutað úr atvinnumálum kvenna - Verkefni á Norðurlandi vestra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur úthlutað styrkjum til atvinnumála kvenna og fengu 42 verkefni styrki samtals að fjárhæð 40.000.000 kr. Styrkjum til atvinnumála kvenna hefur verið úthlutað frá árinu 1991 og eru þeir ætlaðir frumkvöðlakonum eða fyrirtækjum í þeirra eigu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í meirihlutaeigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun af einhverju tagi.
Meira

Jóhanna María úr Tindastól Íslandsmeistari í júdó

Þann 21. maí síðastliðinn fór Íslandsmeistaramót yngri flokka í júdó fram hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík. Þar var keppt í aldursflokkunum U13, U15, U18 og U21. Þátttakendur voru alls 57 talsins eða 49 drengir en aðeins átta stúlkur.
Meira

Nemendur Varmahlíðarskóla vinna verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2022

Þann 21. maí síðastliðinn fór fram Nýsköpunarkeppni gunnskólanna. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5.–7. bekk grunnskóla. Krakkarnir útfærðu hugmyndir sínar á vinnustofum í tvo daga og fór keppnin fram laugardaginn 21. maí í Háskólanum í Reykjavík.
Meira