Íbúar í dreifbýli Skagafjarðar kjósa um fyrirkomulag sorphreinsunar
feykir.is
Skagafjörður
30.05.2022
kl. 09.41
Vinna við gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu í Skagafirði er langt komin, segir í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Til stendur að gera leiðbeinandi skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði óbreytt.
Meira
