Fréttir

Hvað á sameinað sveitarfélag í Skagafirði að heita?

Nú gefst fólki kostur að leggja fram tillögu að heiti á sameinað sveitarfélag Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Rafræn hugmyndasöfnun fer fram á sameiningarsíðunni Skagfirðingar.is þar sem öllum gefst kostur á að senda inn tillögur að heiti.
Meira

Fyrsti T137 hrúturinn fundinn á Stóru-Hámundarstöðum

„Svo skemmtilega vill til að arfgerðin T137 hefur nú loks fundist í hrút,“ segir í frétt Eyþórs Einarssonar á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins en skipuleg leit hefur staðið yfir í vetur að verndandi genum gegn riðu í sauðfé. Fundist hefur arfgerðin T137 á þremur bæjum en ARR á einum.
Meira

Sjötti sigur Stólanna í röð kom gegn meisturum Þórs

Það er heldur betur stuð á Stólastrákunum í körfunni þessa dagana. Í kvöld kláraðist næst síðasta umferðin í Subway-deildinni og andstæðingar Tindastóls voru Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn sem hafa spilað liða best í vetur. Þeir fóru illa með okkar menn hér í Síkinu í desember, unnu með 43 stigum og flestum stuðningsmönnum varð flökurt. En ekki í kvöld. Stólarnir komu, sáu og sigruðu í Þorlákshöfn, gáfu aldrei þumlung eftir eða eins og Baldur Þór þjálfari orðaði það: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Lokatölur voru 85-91 og Stólarnir sækja fast í að ná fjórða sætinu og þannig heimavallarréttinum í úrslitakeppninni.
Meira

Gerðu gott mót á Mannamótum 2022

Mannamót Markaðsstofanna fór fram í sl. fimmtudag í Kórnum í Kópavogi. Segir á heimasíðu SSNV að þessi árlegi viðburður, sem ekki náðist þó að halda á síðast ári, sé fyrir löngu orðinn fastur liður í samskiptum ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni og söluaðila á höfuðborgarsvæðinu.
Meira

Ráðherrar og fjárfestar hitta frumkvöðla á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði 31. mars og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar munu einnig flytja erindi. Fjöldi fagfjárfesta og fjárfestingarjóða hefur boðað komu sína á hátíðina, en þetta er í fyrsta sinn sem haldin er fjárfestahátíð utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Doktorsvörn Ingibjargar Sigurðardóttur

Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, varði doktorsritgerð sína frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sl. föstudag í Hátíðasal Háskóla Íslands. Titill doktorsritgerðar Ingibjargar er „Hestaferðaþjónusta á Íslandi: Klasaþróun og tækifæri til nýsköpunar.“ Leiðbeinandi var dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Meira

Auðunn Sig leiðir lista Framsóknar og annarra framfarasinna í A-Hún

Í tilkynningu á Húnahorninu er sagt frá því að í dag var kynntur B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Það er Auðunn Steinn Sigurðsson, skrifstofumaður, sem skipar oddvitasæti listans en í öðru sæti er Elín Aradóttir, framkvæmdastjóri, og þriðja sætinu er Grímur Rúnar Lárusson, lögfræðingur.
Meira

Sannfærandi Stólasigur gegn Berserkjum

Tindastóll og Kormákur/Hvöt spiluðu bæði í Lengjubikarnum í dag. Stólarnir áttu heimaleik gegn Berserkjum/Mídasi sem er einskonar B-lið Íslandsmeistara Víkings. Heimamenn voru í blússandi sveiflu, spiluðu vel og sköpuðu sér mörg góð færi og unnu leikinn örugglega 6-1. Húnvetningar spiluðu við KFG sem er B-lið Stjörnunnar og máttu sætta sig við 5-0 tap á Samsungvellinum í Garðabæ.
Meira

Einar E. Einarsson leiðir lista Framsóknar í Skagafirði

Framboðslisti B-lista Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí nk. var kunngjörður í kvöld. Einar E. Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili, leiðir listann en Hrund Pétursdóttir, sérfræðingur á Sauðárkróki, Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og oddviti Akrahrepps og Sigurður Bjarni Rafnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri, koma þar á eftir.
Meira

Áfram gakk!!!! :: Áskorendapenninn Ragnhildur Haraldsdóttir, varaoddviti Húnavatnshrepps

Þann 19. febrúar síðastliðin var ákveðið af íbúum tveggja sveitarfélaga að stíga mikilvægt skref, skref sem þótti af mörgum íbúum of stórt og ekki tímabært að stíga, ekki fyrir svo mörgum árum. Sameining sveitarfélaganna Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og hins vegar Akrahrepps og Sveitarfélagins Skagafjarðar mun verða að veruleika og sjálfsagt, eins og með margt annað, sýnist sitt hverjum.
Meira