Fréttir

Ný stjórn Björgunarfélagsins Blöndu

Góð mæting var á aðalfund Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi sem haldin var þann 6. apríl sl. Töluverðar breytingar urðu á stjórn á fundinum en Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður, og Ólafur Sigfús Benediktsson, varaformaður, gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn.
Meira

Ísland næstu árin

Við getum örugglega öll verið sammála um mikilvægi þess að um allt land séu blómlegar byggðir með hamingjusömum íbúum. Á landsbyggðinni eru starfandi öflug fyrirtæki sem skapa tekjur inn í þjóðarbúið. Lífið á landsbyggðinni er allskonar og kallar á mismunandi nálganir. En ekkert gerist af sjálfu sér, svo við getum haldið öflugum byggðum allt í kringum landið er nauðsynlegt að hafa raunhæfa byggðaáætlun.
Meira

Edda skipar fyrsta sæti G-listans

Í tilkynningu á Húnahorninu er greint frá því að G listinn – gerum þetta saman, býður fram lista í sveitarstjórnarkosningum í sameiginlegu sveitarfélagi Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps en kosningarnar fara fram þann 14. maí nk. Það er Edda Brynleifsdóttir, atvinnurekandi og leikskólakennari, sem leiðir listann.
Meira

Opinn samráðsfundur á Skagaströnd vegna Spákonufellshöfða

Í kvöld, þann 7. apríl, standa sveitarfélagið Skagaströnd og Umhverfisstofnun að opnum samráðsfundi vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Spákonufellshöfða. Fundurinn verður í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd og hefst kl. 20:00.
Meira

Hver á skilið að hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022?

Það styttist óðfluga í Sæluviku Skagfirðinga og við setningarathöfn Sæluvikunnar í ár verður kunngjört hver hlýtur Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022 en þau eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag. Óskað er eftir tilnefningum en þær þurfa að berast í síðasta lagi 10. apríl nk.
Meira

Halldór Gunnar í forystu Skagastrandarlistans

Skagastrandarlistinn samþykkti á fundi í Fellsborg þann 5. apríl sl. framboðslista til sveitastjórnarkosninga 2022. Halldór Gunnar Ólafsson situr í forystusætinu, Erla María Lárusdóttir í öðru og Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir í því þriðja.
Meira

Jóhanna Ey í efsta sæti Byggðalistans

Byggðalistinn hefur opinberað framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Skagafirði vorið 2022. Jóhanna Ey Harðardóttir tekur við forystuhlutverkinu af Ólafi Bjarna Haraldssyni, Sveinn Úlfarsson vermir annað sætið og Eyþór Fannar Sveinsson það þriðja.
Meira

Fimm þúsund Feykismyndir skrásettar á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga

Þeim áfanga var náð á dögunum í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga að allar ljósmyndir sem voru í eigu Feykis hafa verið skráðar. Að sögn Sveins Sigfússonar, starfsmanns safnsins, voru þær rétt um fimm þúsund talsins og tók verkið vel á annað ár.
Meira

Ótrúlega gaman að keppa fyrir hönd FNV

Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram síðastliðið sunnudagskvöld og venju samkvæmt átti Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra frambærilegan fulltrúa. Að þessu sinni var það Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir, 16 ára hæfileikabúnt, sem fékk það verkefni að fara fyrst á svið í beinni útsendingu á RÚV og það var próf sem hún stóðst með glans. Hún réðist heldur ekkert á garðinn þar sem hann var lægstur, skellti sér í Whitney Houston ballöðuna I Have Nothing og rúllaði dæminu upp. Feykir hafði samband við söngkonuna efnilegu.
Meira

Dalbæingar telja vorið verða seint á ferðinni

Á fundi Veðurklúbbs Dalbæjar þann fjórða apríl varð bjartsýni, eða kannski hitasýn, klúbbfélaga fyrir veðri mánaðarins á Norðurlandi ekki eins mikil og hún hefur verið það sem af er árinu, segir í skeyti spámanna. „Sjáum við fyrir okkur áframhaldandi umhleypingar en þó líklega óvenju mikla kuldatíð.“
Meira