feykir.is
Skagafjörður
05.04.2022
kl. 10.59
V listi, Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði var samþykktur á félagsfundi VG í félagsheimilinu í Hegranesi í gærkvöldi. Þetta mun vera ellefti VG listinn sem lítur dagsins ljós fyrir kosningarnar 14. maí í vor. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og sveitarstjórnarfulltrúi og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur leiða listann, í þriðja sæti er Pétur Örn Sveinsson, tamningamaður og bóndi.
Meira