Fréttir

Sigur gegn Stjörnunni í lokaleik Lengjubikarsins

Stólastúlkur léku síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í dag þegar lið Stjörnunnar kom í heimsókn. Gengi liðanna hafði verið misjafnt; lið Tindastóls með eitt stig að loknum fjórum leikjum en Stjarnan með níu stig. Heimastúlkur voru staðráðnar í að bæta stigum á töfluna og leikurinn varð hinn fjörugasti. Lokakaflinn reyndist liði Tindastóls drjúgur og dugði til 3-2 sigurs sem svo sannarlega var sætur.
Meira

„Það byrjaði einhver prjónabylgja og maður hoppaði bara með á vagninn“

Hugrún Líf Magnúsdóttir býr á Sauðárkróki með kærastanum sínum, honum Birgi Knút, og tveimur börnum, Aran Leví og litlu stelpunni þeirra, Amalíu Eldey, sem fæddist 3. ágúst síðastliðinn.
Meira

Sr. Edda Hlíf sett í embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli

Nú sunnudaginn 20. mars verður sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir sett inn í embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli. Ífrétt á Húnahorninu segir að valnefnd Þingeyraklaustursprestakall hafi kosið Eddu Hlíf sem sóknarprest í síðasta mánuði og staðfesti biskup Íslands ráðninguna en alls sóttu fimm um sóknarprestsstarfið. Athöfnin fer fram í Blönduóskirkju klukkan 17.
Meira

Beikonvafinn þorskur og eðal Royalbúðingur

Matgæðingur vikunnar í tbl 26, 2021, var Ásdís Ýr Arnardóttir en hún er Blönduósingur í húð og hár. Ásdís starfar sem kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd og er að læra fjölskylduráðgjöf. Hún á tvær stelpur og er forfallinn fjallafíkill. „Eitt sinn var mér sagt að allar bitrar einhleypar konu færu á fjöll og svei mér þá, mig langaði í þann hóp og sé sko alls ekki eftir því. Landið okkar er svo dásamlega fallegt og náttúran er svo nærandi fyrir líkama og sál,“ segir Ásdís.
Meira

Hélt upp á sextugs afmælið á Elland Road í íslenskum norðanbyl - Liðið mitt Hólmgeir Einarsson, sjávardýrasali - Leeds

Hólmgeir Einarsson þekkja margir og tengja við Fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni í Reykjavíkinni og titlar sig sjávardýrasala. Hann er fæddur og uppalinn á Hofsósi, vann þar mest við fisk, fiskverkun og var lengi til sjós ásamt því að hafa verið verkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu á Hofsósi. Þá lá leiðin suður fyrir rúmum 34 árum síðan og þar er hann enn. Guðmundur Sigurbjörnsson, sveitungi hans frá Hofsósi, skoraði á hann að svara spurningum í Liðinu mínu hér í Feyki.
Meira

Það stefnir í fótbolta um helgina

Það er bikarhelgi í körfunni og Tindastólsmenn hvíla því. Það stefnir aftur á móti í mikla fótboltahelgi því á morgun, laugardag, eiga Stólastúlkur heimaleik gegn liði Stjörnunnar í Lengjubikarnum og hefst leikurinn kl. 14:00. Strax í kjölfarið, eða kl. 16:00, á svo sameinaður 3. flokkur Tindastóls / Hvatar / Kormáks leik gegn Aftureldingu.
Meira

Veist þú um ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni?

Núna reynir á mátt Facebook, segir á síðu Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna en þar er verið að setja saman litla sýningu um sögu Tunguness bæjarins og Austur-Húnavatnssýslu. „Okkur vantar ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni. Ef einhver ykkar á ljósmyndir af þeim feðgum væri frábært ef þið hefðuð samband við okkur á safninu,“ segir í færslunni.
Meira

FNV áfram á lista yfir fyrirmyndarstofnanir

Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu – hefur kynnt úrslit í vali á fyrirmyndarstofnun ársins 2021. Ein stofnun á Norðurlandi vestra komst á lista yfir slíkar stofnanir í flokki ríkis- og sjálfseignarstofnana en það var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra sem hafnaði í fjórða sæti yfir fyrirmyndarstofnanir með 40-89 starfsmenn.
Meira

Skagfirsk ættaður Björgvin Kári Íslandsmeistari í 600 metra hlaupi

Feykir sagði frá góðum árangri krakka af Norðurlandi vestra á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Skemmtilegt að geta bætt því við að Björgvin Kári Jónsson, sem ættaður er úr Skagafirði, náði einnig frábærum árangri þar sem hann komst á pall í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í og varð íslandsmeistari í 600m hlaupi 12 ára pilta.
Meira

Margrét Rún, Bessi og Domi skrifa undir við Stólana

Á ágætri heimasíðu Tindastóls segir að unglingalandsliðsmarkvörður Íslands, hin bráðefnilega Margrét Rún Stefánsdóttir, hafi skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Tindastóls og verður því áfram með Stólastúlkum næstu tvö sumur. Þá hafa Eysteinn Bessi Sigmarsson og Juan Carlos Dominguez Requena skrifað undir tveggja ára samning við Stólana.
Meira