feykir.is
Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
21.11.2021
kl. 15.01
Byggðasafnið á Reykjum varðveitir töluvert marga báta en bátasmíði beggja vegna Húnaflóa var umfangsmikil á árum áður og margir rómaðir bátasmiðir sem létu eftir sig falleg og farsæl fley. Björn Guðmundsson (1830-1907) sem kallaður var daskari átti súðbyrtan smábát, gaflkænu, sem stundum voru kallaðar “byttur” vegna lögunar sinnar. Ekki er vitað um nafn, en hún var ævinlega kennd við eiganda sinn. Báturinn mun vera smíðaður á árunum 1870-78 og var gefinn safninu af Guðmundi Guðmundssyni í Grafarkoti í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er lítil skekta, 4,82 metrar á lengd, breidd: 1,43 m og dýptin 71-77 sm.
Meira