Fréttir

Tólf manns nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19

Heldur hefur nú fækkað í hópi þeirra íbúa á Norðurlandi vestra sem sæta einangrun vegna Covid-smita. Í þessari bylgju faraldursins nú í nóvember voru mest 20 manns í einangrun samtímis á svæðinu en samkvæmt stöðumynd frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra eru nú tólf manns í einangrun og 17 í sóttkví. Skiptingin er hnífjöfn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslna, sex í einangrun sitt hvoru megin Þverárfjalls og þrír í einangrun í sitt hvorri Húnavatnssýslunni.
Meira

Bytta Björns „dasks“ :: Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum

Byggðasafnið á Reykjum varðveitir töluvert marga báta en bátasmíði beggja vegna Húnaflóa var umfangsmikil á árum áður og margir rómaðir bátasmiðir sem létu eftir sig falleg og farsæl fley. Björn Guðmundsson (1830-1907) sem kallaður var daskari átti súðbyrtan smábát, gaflkænu, sem stundum voru kallaðar “byttur” vegna lögunar sinnar. Ekki er vitað um nafn, en hún var ævinlega kennd við eiganda sinn. Báturinn mun vera smíðaður á árunum 1870-78 og var gefinn safninu af Guðmundi Guðmundssyni í Grafarkoti í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er lítil skekta, 4,82 metrar á lengd, breidd: 1,43 m og dýptin 71-77 sm.
Meira

Skagfirskur flugmaður lendir þotu á Suðurskautslandinu

Það er ekki á hverjum degi sem flugmaður með ættartréð að hálfu rótfast í Fljótum lendir á Suðurskautslandinu en sú var nú eigi að síður raunin í vikunni. Það er sennilega alveg óhætt að fullyrða að Ingvar Ormarsson, flugmaður Icelandair og fyrrum 3ja stiga skytta Tindastóls, sé fyrsti Fljótamaðurinn til að lenda þotu á þeirri snjóhvítu álfu hnattarins. Feykir setti sig að sjálfsögðu í samband við kappann að ferðalagi loknu og komst meðal annars að því að hann var í síðum.
Meira

115 umsóknir um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Á heimasíðu SSNV segir frá því að frestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2022 rann út fyrir réttri viku, föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var góð og bárust alls 115 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 198 milljónum króna en til úthlutunar úr sjoðnum eru rúmar 70 milljónir króna.
Meira

Skíðavinir geta skellt sér á skíði í Stólnum

Það er opið uppi á skíðasvæði Tindastóls í dag. Í tilkynningu á Facebook-síðu skíðadeildar Tindastóls í morgun segir að neðri lyftan verði opin frá kl. 10-16. „Hér er fínasta veður, lítilsháttar snjókoma og 3 m/s. Göngubraut verður lögð klukkan 10,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Tanja M. Ísfjörð tilnefnd til verðlauna JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur

Skagfirðingurinn Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir er meðal níu annarra sem tilnefnd hafa verið sem Framúrskarandi ungir Íslendingar en verðlaunin eru veitt árlega af JCI á Íslandi. Tanja hlaut viðurkenningu fyrir framlag ti
Meira

Öflug starfsemi Leikflokks Húnaþings vestra :: Frumsýning á Pétri pan framundan og frumsamið leikrit í vor

Leikhópur Húnaþings vestra stefnir á að frumsýna leikritið um Pétur pan þann 11. desember á Hvammstanga. Samlestur hófst upp úr miðjum október og byrjuðu æfingar á fullum krafti 2. nóvember, sem ganga mjög vel að sögn Arnars Hrólfssonar, formanns Leikflokksins.
Meira

Árný Lilja valin sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ

Árný Lilja Árnadóttir á Sauðárkróki fékk í dag viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Árný Lilja áttundi sjálfboðaliðinn sem hana fær.
Meira

Fæddi barn á Þverárfjallsvegi

Hún var ekki að láta bíða eftir sér litla stúlkan sem kom í heiminn á Þverárfjallsvegi á mánudagskvöldið en verið var að flytja móðurina, Jenný Lind Sigurjónsdóttur, í sjúkrabíl til Akureyrar þar sem fæðingin átti auðvitað að fara fram. Að sögn Jennýjar er líðan þeirra mæðgna góð en þær eru komnar heim eftir að hafa gist eina nótt á Akureyri.
Meira

Stólarnir framreiddu flatböku fátæka mannsins í Mathús-höllinni

„Já, þetta var bara flatt og lélegt, það var einhver smá kafli þarna í öðrum leikhluta sem menn sýndu einhvern smá vilja… Þriðji leikhlutinn byrjar hérna á því að bæði lið virtust ekki vilja vinna þennan leik fyrstu 5 mínúturnar…við ákváðum að nýta ekki það tækifæri sem þar gafst og því fór sem fór,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, ósáttur í samtali við Körfuna.is eftir tap í Mathús Garðabæjar-höllinni í gærkvöld þar sem Raggi Nat stútaði Stólunum. Lokatölur 87-73 og þriðji tapleikur tímabilsins gegn Stjörnumönnum bitur staðreynd.
Meira