Fréttir

Kostnaður við málefni fatlaðs fólks að sliga sveitarfélög á Norðurlandi vestra :: Uppfært

Húnaþing vestra ræður ekki við þátttöku í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra undir óbreyttum formerkjum. Málaflokkurinn er á ábyrgð ríkisins en Sveitarfélagið Skagafjörður leiðandi sveitarfélag verkefnisins. Gríðarlegur hallarekstur er vegna málaflokksins sem rekja má til afleiðingar Covid-19 faraldursins og stytting vinnutíma hjá vaktavinnufólki.
Meira

Góð aflabrögð og aukin umsvif um Skagastrandarhöfn

Í frétt á vef Skagastrandar er sagt frá því að á árum áður hafi tíðkast að Norðlendingar hafi yfirgefið heimili sín og fjölskyldur og farið á vetrarvertíð suður með sjó. „Húsmæður sátu eftir og gættu bús og barna yfir erfiðasta tíma ársins. Skagstrendingar bjuggu lengi við slíkar aðstæður,“ segir í fréttinni en í haust hefur þetta snúist við. Nú eru það Suðurnesjamenn, ásamt fleirum, sem nýta Skagastrandarhöfn umtalsvert til landana.
Meira

Húfan úr rústum Þingeyraklausturs reyndist vera hið snotrasta höfuðfat

Feykir sagði frá því í ágúst að við uppgröft í rústum Þingeyraklausturs hafi rannsóknaraðilar komið niður á merkilega gröf sem talin var tilheyra Jóni Þorleifssyni, klausturhaldara á Þingeyrum, sem lést árið 1683. Gullhringur og höfuðfat fannst í gröfinni og nú hefur húfan sem fannst verið hreinsuð og forvarin.
Meira

Áfram verður þrýst á um frekari aðgerðir vegna mengunartjónsins á Hofsósi

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, segir það valda vonbrigðum að Umhverfisstofnun virðist lítið tillit taka til þeirra athugasemda sem sveitarfélagið hafi sent inn við drögum að tillögu að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjóns af völdum bensínmengunar úr olíutanki N1 við Suðurbraut á Hofsósi. „Ég vona auðvitað að aðgerðirnar beri árangur en við hefðum talið að hægt hefði verið að ganga lengra í þessum fyrirmælum,“ segir Sigfús.
Meira

Friðarganga, tendrun ljósa, jólasveinalest og jólabingó

Eins og allir ættu að vita þá eru í gildi samkomutakmarkanir á Íslandi og af þeirri ástæðu verður aðventunni fagnað með breyttu sniði í Sveitarfélaginu Skagafirði dagana 26.-28. nóvember – þó reyndar með svipuðu sniði og í fyrra þar sem samskonar staða var uppi í samfélaginu. Í Skagafirði verður ekki formleg dagskrá við tendrun jólatrés á Kirkjutorgi og ekki verða Rótarýfélagar með jólahlaðborð í íþróttahúsinu á Króknum. Sveitarfélagið tekur hins vegar upp þráðinn frá í fyrra og býður að nýju upp á jólasveinalest og hreyfi-jólabingó.
Meira

UST gefur út fyrirmæli um úrbætur vegna umhverfistjóns á Hofsósi

Umhverfisstofnun hefur lagt fram fyrirmæli um úrbætur umhverfistjóns vegna bensínmengunar frá eldsneytistanki N1 ehf. á Hofsósi. Eru þau unnin af stofnuninni og byggja á tillögum sem settar voru fram sem úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1 ehf.
Meira

Elinborg færði Bókasafni Húnaþings vestra nótnasafn sitt að gjöf

Sagt er frá því á Facebook-síðu Bóka- og héraðsskjalasafns Húnaþings vestra að bókasafninu barst í gær góð gjöf þegar Elinborg Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi skólastjóri tónlistarskóla Húnaþings vestra, færði safninu nótnasafn sitt sem spannar 43 ára starfsferil en síðustu 35 árin var hún leiðandi í tónlistarlífi Húnaþings vestra.
Meira

Vatnsnesvegur kominn í hópfjármögnun á Karolina Fund

Sveitarstjórnar Húnaþings vestra samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, nr. 711 með það að markmiði að hægt verði að flýta framkvæmdum sem áætlað er að hefjist ekki fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2030-2034. Ýmislegt í boði fyrir þá sem taka þátt í verkefninu.
Meira

JólaFeykir mættur ferskur – fjölbreyttur og fínn

Þá er JólaFeykir 2021 kominn úr prenti; samsettur, heftaður og fínn og er drefing á blaðinu þegar hafin. Einhverjir ættu að fá hann inn um póstlúgina í dag og vonandi verður hann kominn á sína áfangastaði að mestu fyrir helgi. Blaðinu er dreift í öll hús á Norðurlandi vestra og svo fá áskrifendur utan svæðisins að sjálfsögðu blaðið sent. Vonandi á JólaFeykir eftir að kæta lesendur og koma fólki í örlítinn jólagír nú í upphafi aðventunnar.
Meira

Píratinn, Jón Þór Ólafsson, kærir oddvita yfirkjörstjórnar Norðvestur fyrir mögulegt kosningasvindl

Fyrrum þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, hefur kært framkvæmd atkvæðatalningar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum, sem fram fóru í haust, til lögreglu. Telur hann mögulegt að lögbrot hafi verið framið af hálfu yfirkjörstjórnar og byggir kæran á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni.
Meira