Fréttir

Vísindi og grautur - Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?

Sjöunda erindi vetrarins í fyrirlestarröð Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur, verður haldið miðvikudaginn 12. maí nk. Þar mun Antje Neumann, lektor við Háskólann á Akureyri, flytja erindið: „Protecting Polar Wilderness and Tourism: Two sides of a coin?“ sem utleggja má sem „Verndun víðernis heimskauta og ferðamennsku: Tvær hliðar sömu myntar?“
Meira

Starfsemi KS skert frá og með morgundeginum 10. maí

Í ljósi stöðunnar í Skagafirði vegna Covid-19 þá mun starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga á Sauðárkróki verða skert frá og með mánudeginum 10. maí til og með föstudeginum 14. maí. Hér má sjá yfirlit um lokanir og hvert viðskiptavinir fyrirtækjanna geta snúið sér ef þeir þurfa á þjónustu að halda:
Meira

Tap Stólastúlkna í Grafarvoginum

Lið Fjölnis b og Tindastóls mættust í 16. umferð 1. deildar kvenna í körfubolta í Grafarvoginum í gær. Stólastúlkur þurftu að sigra til að færa sig í huggulegra sæti fyrir úrslitakeppnina framundan en það fór svo að heimastúlkur reyndust sterkari og lið Tindastóls sem var í fjórða sæti fyrir skömmu endaði í áttunda sæti en með jöfn mörg stig og liðin þrjú fyrir ofan. Lokatölur voru 88-70.
Meira

Ráðist í harðar aðgerðir í Skagafirði til að takmarka frekari útbreiðslu Covid-19

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra fundaði í dag vegna fjölda nýrra Covid 19 smita í Skagafirði síðustu daga. Alls hafa sex jákvæð sýni verið greind og á þriðja hundrað manns sett í sóttkví. Mikill fjöldi sýna hafa verið tekin í gær og í dag og ætla má að fjöldi þeirra sé um 400.
Meira

„Við ætlum okkur að eiga gott sumar“

Í gær hófst keppni í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en lið Tindastóls átti að mæta liði KFG í Garðabænum í dag en samkvæmt vef KSÍ hefur leiknum nú verið frestað og fer ekki fram í dag vegna Covid-ástands í Skagafirði. Feykir hafði í gær samband við Hauk Skúlason, þjálfara Tindastóls, og spurði út í leikmannamál en Stólunum hefur borist liðsauki í þremur nýjum leikmönnum og tveimur sem ekki hafa spilað langalengi með liði Tindastóls.
Meira

Sinubruni í Blönduhlíð

Á Facebook-síðu Brunavarna Skagafjarðar er greint frá því að útkall hafi borist vegna sinubruna við bæinn Vagli í Blönduhlíð í Skagafirði. Slökkviliðsmenn frá útstöðinni í Varmahlíð sinntu verkefninu sem var á um 100 fermetra svæði nálægt fjósinu á bænum. Fram kemur í færslunni að slökkvistarf hafi gengið vel fyrir sig.
Meira

Heima - Áskorandi Ágústa Rós Ingibjörnsdóttir Blönduósi

Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir áskorunina. Nú þegar ég er að flytja aftur heim á Blönduós fór ég að velta því fyrir mér, hvað er það sem dregur mann aftur „heim“? Þá kom upp í hugann texti Ólafs Ragnarssonar og Huldu Ragnarsdóttur „Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að, eða er það kannski fólkið á þessum stað“.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Skörðugil á Langholti

Bæirnir eru tveir: Ytra-og Syðra-Skörðugil. Hvor bærinn stendur við gil, en skörð eru engin þar í nánd. Í jarðaskrá Reynistaðarklausturs, ársett 1446, er ritað Skarðagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 701); er svo að sjá, sem þá hafi bærinn verið aðeins einn. Og í kúgildaskrá Hólastóls, árið 1449, er bærinn líka nefndur Skardagile (Dipl. Ísl. IV. b., bls. 35).
Meira

Skóflustunga tekin að hátækni matvælavinnslu á Blönduósi

Í morgun var tekin fyrsta skóflustunga að nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi en það eru Vilko, Náttúrusmiðjan og Foodsmart sem hyggjast byggja þar hátækni matvælavinnslu í samstarfi við Ámundakinn.Nýja byggingin mun risa við hliðina á húsnæði Vilko, aftan við braggana hjá SAH, á móti starfsstöð Rarik.
Meira

Breytingar á þjónustu Svf. Skagafjarðar og messa fellur niður

Í ljósi Covid-19 smita í Skagafirði verða talsverðar breytingingar á starfsemi sveitarfélagsins frá og með morgundeginum, sunnudeginum 9. maí. Þá fellur niður guðsþjónusta í Sauðárkrókskirkju sem átti að vera kl. 11 sama dag og einnig hefur aðalsafnaðarfundi kirkjunnar, sem vera átti á morgun, verið frestað um óákveðinn tíma.
Meira