Fréttir

142 metra löng snekkja í Skagafirði

Þeir sem litu yfir fjörðinn fagra í morgunsárið í dag urðu ekki fyrir vonbrigðum því inn fjörðinn sigldi ein stærsta snekkja heims. Það er viðskipta­jöf­urinn And­rey Melnit­sén­kó sem er eigandi skútunnar og er Melnit­sén­kó sagður vera, sam­kvæmt viðskipta­rit­inu For­bes, 95. rík­asti maður heims og í sjö­unda sæti yfir auðug­ustu Rúss­ana.
Meira

Uppskriftarbók Öbbu komin á Karolinafund

„Hvað get ég sagt annað en það hvað ég er þakklát! Söfnunarsíðan fyrir bókinni er komin í loftið, án ykkar hefði ég aldrei farið af stað með þetta verkefni mitt,“ skrifar Fjóla Sigríður Stefánsdóttir á Fésbókarsíðu sína en hún stefnir á að gefa út matreiðslubók með uppskriftum móður sinnar, Aðalbjargar Vagnsdóttur eða Öbbu eins og allir kölluðu hana. Þær mæðgur bjuggu á Sauðárkróki en Fjóla Sigríður býr nú í Kópavogi en Abba lést þann 28. október síðastliðin eftir erfið veikindi.
Meira

Tveir til viðbótar greindust með Covid á Sauðárkróki

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú fyrir stundu kemur fram að tvö ný Covit-19 smit hafi greinst á Sauðárkróki í gærkvöldi. Þar með er fjöldi smitaðra í bænum kominn upp í ellefu.
Meira

Almannavarnir gáfu grænt ljós á leikinn

Talsverðar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í kjölfar körfuboltaleiksins sem fram fór í Síkinu síðastliðið mánuudagskvöld. Voru margir hneykslaðir, sárir og svekktir og sumir jafnvel reiðir yfir því að leikurinn hafi farið fram þrátt fyrir að samfélagið í Skagafirði væri hálf lamað og í lás sökum Covid-19 hópsmits. Fólki fannst þetta óábyrgt og beindist ergelsið að KKÍ og jafnvel Tindastól. Samkvæmt upplýsingum Feykis var ákvörðun um að leikurinn færi fram tekin í samráði við Almannavarnir daginn fyrir leik og var allra mögulegra varúðarráðstafana gætt.
Meira

Sameining til að sækja tækifæri

Það eru að verða komin 14 ár síðan ég og mín fjölskylda fluttum á Blönduós, aftur heim. Ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun og mér líður vel í Austur-Húnavatnssýslu. Framan af skipti ég mér ekki af málefnum sveitarfélagsins en á því varð óvænt breyting árið 2014 og var ég þá allt í einu kominn í sveitarstjórn. Margt hefur breyst á þessum tíma og annað ekki.
Meira

Sameiningartillaga kynnt á íbúafundum

Boðað er til íbúafunda til kynningar á tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar, sem kosið verður um þann 5. júní næstkomandi. Fundunum verður einnig streymt og geta þátttakendur sent spurningar rafrænt til samstarfsnefndar.
Meira

Átta vettvangsliðar útskrifaðir á Skagaströnd

Síðustu helgi þreyttu átta Skagstrendingar próf og útskrifuðust sem vettvangsliðar eftir 40 stunda námskeið frá Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri. Á vef sveitarfélagsins segir að Skagstrendingar eigi því nú átta fullgilda vettvangsliða sem tryggja fyrstu hjálp þegar útköll berast og annast einstaklinga þangað til sjúkrabíll og læknir mæta á staðinn.
Meira

Valgarður Lyngdal Jónsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september í haust var samhljóða samþykktur á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöldi. Áður hafði verið kosið í þrjú efstu sætin á aukakjördæmaþingi þann 27. mars sl. en uppstillinganefnd sá um að stilla upp á listann frá fjórða sæti. Á listanum má finna fjóra aðila á Norðurlandi vestra sá efsti, Gunnar Rúnar Kristjánsson í Austur-Húnavatnssýslu, í 6. sæti.
Meira

Sylvía skrifar undir hjá Stólastúlkum

Í gær bættist Sylvía Birgisdóttir í hóp Stólastúlkna en leikmannaglugginn lokar um næstu helgi og enn er unnið að því að styrkja hópinn fyrir átökin í Pepsi Max deildinni. Sylvía kemur til Tindastóls frá Stjörnunni á láni.
Meira

Níundi einstaklingurinn greindist með Covid á Króknum

Einn bættist í hóp Covid-19 smitaðra á síðasta sólarhring á Sauðárkróki og 52 fleiri sitja í sóttkví í Skagafirði þar af fóru 48 manns í sóttkví á Króknum. Nú sæta níu manns einangrun á Króknum og 314 manns sóttkví en 70 annars staðar í Skagafirði. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra segir að búast megi við því að eitthvað gæti átt eftir að bætast við í sóttkví næstu daga.
Meira