Fimmta liðið í Meistaradeild KS 2021 er Leiknir – Hestakerrur

Áfram er haldið við að kynna keppnislið í Meistaradeild KS í hestaíþróttum. Fimmta liðið er Leiknir – Hestakerrur en þar er Konráð Valur Sveinsson liðsstjóri, reiðkennari við Háskólann á Hólum og margfaldur heimsmeistari í skeiðgreinum.

Með honum í liði eru hjónin Birna Tryggvadóttir og Agnar Þór Magnússon hrossaræktendur á Garðshorni á Þelamörk, Guðmar Þór Pétursson, útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og Jóhann Birgir Magnússon hrossaræktandi á Bessastöðum.

Nú er hægt að telja niður í fyrstu keppni á fingrum annarrar handar því fjórgangur hefst nk. miðvikudag 3. mars í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki. Þar fara allar keppnir fram utan gæðingafimi sem fram fer í Léttishöllinni á Akureyri 19. mars. Slaktaumatöltið fer fram 9. apríl, fimmgangur 21. apríl og loks verður svo keppt í tölti og skeiði þann 7. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir