Girðingavinna í lok nóvember

Vel tókst til í vetrargirðingavinnunni í síðustu viku.
Vel tókst til í vetrargirðingavinnunni í síðustu viku.

Hestamannafélagið Skagfirðingur sá sér leik á borði og nýtti hina góðu tíð sem landsmenn hafa notið undanfarið og lét girða meðfram reiðvegi er liggur í gegnum lönd Brekku, Víðimels og Álftagerðis. Vinnan fór fram í síðustu viku en alls er girðingin um tveir kílómetrar að lengd.

Það voru þeir Bjartmar Halldórsson og Þór Sævarsson sem sáu um girðingavinnuna sem tók um fjóra daga en Víðimelsbræður sáu um ýtu- og gröfuvinnu.

Meðfylgjandi myndir eru teknar af girðingagaurunum sjálfum.

Uppfært: Feyki barst ábending um það að ekki væri búið að leggja reiðveginn um land Brekku en það stendur til. Vonast er til að hægt verði að byrja á þeim kafla á næstunni þ.e.a.s. ef tíðin verður svona góð áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir