KS deildin heldur áfram

Nú geta hestamenn farið að hlakka til vetrarins þar sem KS deildin mun halda áfram.
Nú geta hestamenn farið að hlakka til vetrarins þar sem KS deildin mun halda áfram.

Nú er það ljóst að KS-Deildin, hið vinsæla hestaíþróttamót sem haldið hefur verið í reiðhöllinni á Sauðárkróki sl. áratug, mun verða á dagskrá í vetur. Sagt var frá því fyrir skemmstu að útlit væri fyrir því að ekki yrði keppt í KS deildinni í vetur.

Í tilkynningu frá Meistaradeild Norðurlands, aðstandendum KS deildarinnar, segir að keppnisfyrirkomulagið verði með svipuðu sniði og verið hefur og Kaupfélag Skagfirðinga verður áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar.

Innan skamms er að vænta dagskrár keppninnar. 

Tengd frétt: KS deildin í uppnámi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir