Liðskynning KS deildarinnar - Draupnir-Þúfur

Sjötta og næst síðasta liðið sem kynnt er til leiks í KS-Deildinni er Draupnir-Þúfur og viðeigandi að liðsstjórinn sé Mette Mannseth. Mette mætir örugglega vel hestuð í allar greinar enda er hún ætíð vel undirbúin fyrir keppnir svo það má vænta mikils af henni í vetur.

Artemisa Bertus mætir til leiks en hún sigraði bæði 4g og gæðingafimina í fyrra. Það er engin gæðingafimi í ár svo Misa ætlar örugglega að stefna á sigur í 4g aftur.

Barbara Wenzl yfirtamningamaður á Hofi hefur ætið góð hross undir hnakki og mætir eflaust mjög sterk til leiks.

Síðastur en ekki sístur er Gísli Gíslason en hann hefur glatt áhorfendur með frábæru samspili við hest sinn Trymbil frá Stóra – Ási.

Hvort Gísli mæti með Trymbil í ár vitum við ekki en örugglega verður hann vel ríðandi, segir á Facebooksíðu KS deildarinnar.

Þetta er eina liðið sem er skipað fjórum knöpum og athygli vekur að enginn í þessu liði er frá sama landi. Þetta er lið sem eflaust á eftir að hlaða inn stigum í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir