Skagfirðingunum gekk vel á HM íslenska hestsins

Finnbogi Bjarnason og Eymundur Þórarinsson úr hestamannafélaginu Skagfirðingi. Mynd af FB Skagfirðings.
Finnbogi Bjarnason og Eymundur Þórarinsson úr hestamannafélaginu Skagfirðingi. Mynd af FB Skagfirðings.

Nú er Heimsmeistaramóti íslenska hestsins, sem fram fór í Oirschot í Hollandi, lokið. Þrír Skagfirðingar voru meðal keppenda, þeir Finnbogi Bjarnason, Þórarinn Eymundsson og Jóhann Skúlason og náðu þeir afbragðs árangri.

Finnbogi var á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti og keppti í tölti í ungmennaflokki á Randalín frá Efri-Rauðalæk og lönduðu þau 4. sætinu. Þórarinn er margreyndur knapi á stórmótum og náðu þeir Narri frá Vestri-Leirárgörðum silfurverðlaunum í fimmgangi með 7,26 í einkunn, þremur kommum frá Frauke Schenzel og Gusti vom Kronshof sem sigruðu með 7,29. Þá þurfti Jóhann að sætta sig við annað sætið í tölti á Finnboga frá Minni-Reykjum (8,33). Þar var það Jakob Svavar Sigurðsson á Gloríu frá Skúfslæk sem hafði betur og sigraði með einkunnina 8,94.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir