Þúfur er síðasta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Nú er loksins komið að keppnisdegi í Meistaradeild KS í hestaíþróttum en keppt verður í fjórgangi í reiðhöllinni Svaðastöðum í kvöld. Til leiks er kynnt áttunda og síðasta liðið í ár en það stóð uppi sem sigurlið síðasta árs, Þúfur.

Í fylkingarbrjósti fer hestahvíslarinn Mette Moe Mannseth, yfirreiðkennari við Háskólann á Hólum og sigurvegari deildarinnar síðasta keppnistímabils. Með henni í liði er eiginmaðurinn Gísli Gíslason, hrossaræktandi og þjálfari á Þúfum, Lea Busch, útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og þjálfari á Þúfum, Barbara Wenzl, reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og þjálfari í Bæ á Höfðaströnd og Bergrún Ingólfsdóttir, reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og stundakennari þar og tamningamaður á Blönduósi.

Keppni hefst kl. 19:00 en húsið opnar 18:00 en viðburðurinn verður einnig sýndur beint á Tindastóll TV.
Samkvæmt upplýsingum á Facebooksíðu deildarinnar er takmarkaður fjöldi miða í boði og grímuskylda er á staðnum!

Hægt er að panta miða milli 17-22 þriðjudaginn 2/3 og 9-11 miðvikudaginn 3/3 með því að:
- Senda skilaboð á facebook síðu Meistaradeild KS
- Senda tölvupóst á sigurlinaem@gmail.com
- Eða hringja í síma 662-6822 (Sigurlína Erla)

Við skráningu þarf að koma fram hversu marga miða er verið að panta, nafn, kennitölu og símanúmer á öllum aðilum. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri & þarf ekki að taka þessar upplýsingar fram fyrir þau. Miðinn kostar 2.000kr og millifæra skal inn á Flugu kt. 631000-3040 / banki: 0161 – 26 – 145. Senda þarf kvittun á sigurlinaem@gmail.com.

ATH! Mikilvægt er að halda fjarlægðarmörkum milli óskyldra aðila & fólki verður vísað í merkt sæti við innkomu! Engar veitingar verða á staðnum.

Ráslisti fyrir fjórgang í Meistaradeild KS 2021:

 1. Vera Schneiderchen og Sátt frá Kúskerpi – Equinics
 2. Þórdís Inga Pálsdóttir og Blængur frá Hofsstaðaseli – Hrímnir
 3. Guðmar Freyr Magnússon og Sigursteinn frá Íbishóli – Íbishóll
 4. Haukur Bjarnason og Ísar frá Skáney – Uppsteypa
 5. Þorsteinn Björn Einarsson og Fannar frá Hafsteinsstöðum – Hofstorfan
 6. Gísli Gíslason og Dreyri frá Kálfsstöðum – Þúfur
 7. Jóhann B. Magnússon og Garri frá Bessastöðum – Leiknir
 8. Bjarni Jónasson og Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli – Storm Rider
 9. Sigrún Rós Helgadóttir og Hagur frá Hofi á Höfðaströnd – Hofstorfan
 10. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Flóvent frá Breiðsstöðum – Storm Rider
 11. Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Krafla frá Hamarsey – Equinics
 12. Ísólfur Líndal Þórisson og Kormákur frá Kvistum – Uppsteypa
 13. Líney María Hjálmarsdóttir og Snælda frá Húsavík – Hrímnir
 14. Magnús Bragi Magnússon og Óskadís frá Steinnesi – Íbishóll
 15. Barbara Wenzl og Mætta frá Bæ – Þúfur
 16. Guðmar Þór Pétursson og Ástarpungur frá Staðarhúsum - Leiknir
 17. Valdís Björk Guðmundsdóttir og Páfi frá Kjarri – Equinics
 18. Þórarinn Eymundsson og Hnjúkur frá Saurbæ – Hrímnir
 19. Randi Holaker og Þytur frá Skáney – Uppsteypa
 20. Elvar Einarsson og Muni frá Syðra-Skörðugili – Storm Rider
 21. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum – Þúfur
 22. Agnar Þór Magnússon og Þjóstur frá Hesti – Leiknir
 23. Lilja S. Pálmadóttir og Mói frá Hjaltastöðum – Hofstorfan
 24. Védís Huld Sigurðardóttir og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum – Íbishóll

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir