Yfirlitssýningum stóðhesta lauk í dag

Hópreið á setningarathöfn Landsmóts á Hólum í gær. Mynd: BG.
Hópreið á setningarathöfn Landsmóts á Hólum í gær. Mynd: BG.

Talsverðar breytingar urðu á dómum efstu stóðhesta á LM2016 á yfirliti sem lauk á Hólum í dag. Í flokki 7 vetra og eldri hækkaði Ölnir frá Akranesi, sýndur af Daníel Jónssyni, fyrir tölt og fet um hálfan og náði þar með efsta sætinu. Í öðru sæti með 8,79 í aðaleinkunn var Kolskeggur frá Kjarnholtum, sýnandi Gísli Gíslason og í þriðja sæti Jarl frá Árbæjarhjáleigu II með 8,76, sýnandi Árni Björn Pálsson.

Í flokki sex vetra stóðhesta hækkaði Organisti frá Horni fyrir stökk og vilja/ geðslag og náði þar með efsta sætinu í flokknum með 8,72. Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi hann. Annar var Roði frá Lyngholti sem var efstur fyrir yfirlit en hann hækkaði fyrir stökk á yfirlitinu. Roði . Þriðji varð svo Glymssonurinn Glúmur frá Dallandi.

Í flokki 5 vetra stóðhesta hélt Forkur frá Breiðabólsstað hélt efsta sætinu með 8,67 eftir yfirlitið en Draupnir frá Stuðlum hækkaði fyrir fegurð í reið og tryggði sér þar með annað sætið með 8,64 í aðaleinkunn. Þriðji varð svo Trausti frá Þóroddsstöðum með sömu aðaleinkunn og Draupnir.

Í flokki 4 vetra stóðhesta skaut Agnar Þór Magnússon hesti sínum, Sirkus frá Garðshorni, í efsta sætið á yfirlitinu í morgun. Annar varð Valgarð frá Kirkjubæ sem var efstur fyrir yfirlitið. Þriðji varð svo Þráinn frá Flagbjarnarholti sem hækkaði fyrir tölt og skeið á yfirliti.

Nánari yfirlit yfir dóma stóðhestanna og önnur úrslit á mótinu má finna á heimasíðu Landsmótsins, undir niðurstöður.

http://www.landsmot.is/is/nidurstodur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir