Annað liðið spilaði bert að ofan en hitt í sundbolum
Hver er maðurinn (Konur eru líka menn)? Valgerður Erlingsdóttir, af mörgum talin lifandi sönnun þess að konur eru líka menn.
Hverra manna ertu? Erlings Péturssonar heitins fyrrum verslunnareiganda Tindastóls og Sigrúnar Skúladóttur frá Framnesi, Borgarfirði eystra.
Árgangur? Af hinum gullna 77
Hvar elur þú manninn í dag? Á Kaplaskjólsveginum í henni Reykjavík
Fjölskylduhagir? Sambýlismaður minn heitir Guðmundur Örn Gylfason og eigum við saman 3 börn.
Afkomendur? Hafþór Bjarki 8 ára, Fanney Rún 4 ára og Atli Heiðar 2 ára.
Helstu áhugamál? Þau eru að vera með fjölskyldunni, hitta vinina er dásamlegt, tónlist, semja texta, langar að segja fara í ræktina en þá væri ég að ljúga, prófaði golfið, áhuginn var til staðar – hæfileikar einhversstaðar allt annarsstaðar. Fara á völlinn og styð þá KR.
Við hvað starfar þú? Ég er að vinna á leikskólanum Vesturborg, og svo bý ég eina helgi í mánuði með 4 ungmennum sem búa við fötlun og er Bowentæknir þegar það hentar
Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.
Heima er .....................gott að vera
Það er gaman.........................að fá þann heiður að vera fyrst kvenna til að svara þessum annars ágætu spurningum
Ég man þá daga er........................Berglindi Páls þótti vænt um mig, Óli Barðdal eignaðist hljómplötuna BAD , Inga Huld átti ENNÞÁ ? spóluna, þurfum að tala saman, böllin í Bifröst voru hápunktur lífsins, Stebbi Lísu þjálfaði mig í fótboltanum, já og Bjartur var með honum alveg rétt, sorry. Ég gekk um brautina í leðurjakka og allt of stórum hermannaklossum af Berglindi Óla. Við spiluðum körfu hjá gagganum fram á nætur. Ég eignaðist frábæra vini og brilliant minningar. Takk fyrir mig elskurnar.
Ein gömul og góð sönn saga..................Það var á því herrans ári man ekki, að meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu undir stjórn Lýðs, ákvað að segja stopp við því að m.fl. Karla færi alltaf í æfingabúðir erlendis, og ákváðum við í rauðsokkuhug að við skildum fara líka. Enda mikið í húfi fyrir okkur á komandi tímabili. Settumst við niður til að funda og ákváðum eftir miklar vangaveltur ( ca 4 mín. ) að við skildum ekki verða minni “menn” og drifum okkur fyrir tímabilið í æfingabúðirnar. Þegar við komum að Héðinsminni var haldið strax út á nýsleginn völlinn þar sem heitt var í veðri og spilaði annað liðið bert að ofan en hitt í sundbolum, og svona gekk helgin fyrir sig þar til að á sunnudagsmorgni að Berglind Páls fékk mig með sér út að fjósi til að smella nokkrum myndum af beljunum. Mér leist afskaplega illa á þessa hugmynd Berglindar, en lét tilleiðast á endanum. Ekki höfðum við gengið lengi er ég segi henni að mér finnist þær vera að færast nær, en nei, Búfræðingurinn hélt ótrauð áfram og tjáði mér að þær væru hræddar við okkurog fann ég fyrir hneykslan í málrómi hennar. Ekki líður að löngu þar til hópurinn er farinn að mjakast nær og nær. Búfræðingurinn var hvergi banginn og fór að mynda og svo byrjaði hópurinn að hlaupa á mikilli ferð að okkur. Og fyrst þið viljið sanna sögu þykir mér gaman að segja frá því að þarna setti ég héraðsmet í hinum ýmsustu greinum þar má einna helst nefna 100 m sprett, hástökk, grindarhlaup og geðsveiflum án atrennu. Aldrei var þetta skjalfest, en vitnin voru þónokkur.
Spurt frá síðasta viðmælanda.................... Af hverju þykir þér vænna um Stebba Lísu en mig?
Svar............Æ gæskur mér þykir ekkert vænna um hann en þig. Alltaf svo erfitt að lenda í þessari stöðu er karlmenn berjast um athygli mína. Ætlar þetta engan enda að taka. En Bjartur ef að þú verður að fá þetta á hreint þá þykir mér óskaplega vænt um þig og hefur alltaf þótt, elskan.
Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?
Nafn.............Berglind Pálsdóttir
Spurningin er.................. tókstu einhverntíman myndir eða varstu að reyna að losa um pláss á miðjunni fyrir einhverja aðra ?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.