...enda lögðust Skagfirðingar í barneignir eftir jarðskjálfta og rauða hunda

Hver er maðurinn? Páll Snævar Brynjarsson

Hverra manna ertu ? Sonur Brynjars bóksala og Vibekku Bang, sem sagt af Freyjugötunni í föðurættina en af Aðalgötunni í móðurættina og alinn upp á Hólmagrundinni. 

Árgangur? 1965, sá góði árgangur var gríðarlega fjölmennur enda lögðust Skagfirðingar í barneignir eftir jarðskjálfta og rauða hunda

Hvar elur þú manninn í dag ? Bý í Borgarnesi

Fjölskylduhagir? Er giftur Ingu Dóru Halldórsdóttur framkvæmdastjóra frá Jarðbrú í Svarfaðardal.  Krækti í hana á balli í Höfðaborg undir ljúfum tónum frá Herramönnum.

Afkomendur? Ástdís 15 ára og Brynjar Snær 7 ára

Helstu áhugamál? Sveitarstjórnar- og byggðamál og reyni að fylgjast svolítið með fótbolta

Við hvað starfar þú? Sveitarstjóri í Borgarbyggð

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

Heima er .....................þar sem fjölskyldan er

Það er gaman.........................saman

Ég man þá daga er........................gamli Wembley við Hegrabrautina var aðalstaðurinn á Króknum þar sem spilaður var fótbolti frá morgni til kvölds

Ein gömul og góð sönn saga..................Þessi er ný og sönn og sýnir að römm er sú taug....  Var á Króksmóti s.l. sumar að fylgjast með mínum manni í Skallagrími.  Í hörkuleik hjá 7. flokki gleymdi ég mér eitt augnablik og hrópaði áfram Tindastóll.  Borgnesingar horfðu undrandi á sveitarstjórann, en Guðbrandur Guðbrandsson var við hliðina á mér og stökk hæða sína í loft upp (eða næstum því) og hrópaði... ég vissi það ég vissi það, ég var búinn að bíða eftir þessu

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Er ekki kominn tími á að skipta um lið?  Páll hefur verið stuðningsmaður Leeds United í tæp 40 ár en liðið spilar í 2 deild (3. efstu) á Englandi!.

Svar............ Nei það er engin hætta á því, alltaf gaman að halda með liðum í toppbaráttuni....... Verð líka að viðurkenna að ég er dulítið svag fyrir Arsenal þessa dagana.

Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

Nafn............. Þorsteinn Gunnlaugsson

Spurningin er.................. Hvað gerir Skagfirðinga einstaka?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir