Alltaf í símanum
Herra Hundfúll áttar sig á því að síminn er orðinn stórkostlegt vinnutæki þar sem fólk hefur aðgang að pósti, neti og allskonar afþreyingu. Það er samt eitthvað undarlegt við að sjá, þegar sýndar eru myndir frá Alþingi, þingmenn hangandi í símanum lon og don. Sumir þeirra hafa varla sést öðruvísi en með símann í hendinni árum saman. Er þetta ekki tú mödds?
Fleiri fréttir
-
Opið hús í Oddfellowhúsinu á Sauðárkróki á laugardaginn
Laugardaginn 26. apríl milli kl. 14 og 16 verður opið hús í Oddfellowhúsinu að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar verður hægt að skoða húsakynnin og þiggja léttar veitingar ásamt því að hægt verður að kynnast starfi Oddfellowreglunar.Meira -
Opið fyrir umsóknir í Slipptöku Driftar EA 2025
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 25.04.2025 kl. 12.16 gunnhildur@feykir.isDrift EA er að fara af stað með mjög spennandi nýsköpunarprógramm fyrir frumkvöðla og teymi með þróaðar hugmyndir. Um er að ræða fjórar vinnustofur sem endar á kynningu – og getur opnað leið fyrir þátttakendur inn í Hlunninn, ársprógramm með fjármagni, ráðgjöf og stuðningi. Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Í Slipptökunni felast fjórar kraftmiklar vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir sem eru tilbúnar á næsta stig. Slipptakan endar á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn.Meira -
Afmælishátíð Hollvinasamtaka HSB
Þann 19. apríl voru 20 ár frá stofnun Hollvinasamtaka HSB. Að því tilefni verður efnt til afmælishátíðar í húsakynnum HSN á Blönduósi, næstkomandi sunnudag 27. apríl kl. 13:00-16:00.Meira -
Ægir Björn keppir á WodlandFest
Í morgun byrjaði hin fræga WodlandFest í Malaga á Spáni en þetta er einn af stærstu CrossFit viðburðum ársins í greininni og stendur yfir í þrjá daga. Þarna keppist besta CrossFit íþróttafólk í heimi um sæti á verðlaunapallinum og þeir sem enda í tveimur efstu sætunum fá keppnisrétt á Crossfit heimsleikana. Þessi viðburður sameinar því keppni, samfélag og adrenalín í umhverfi sem er hannað til að hvetja til mikilleika í CrossFit heiminum.Meira -
Styrktarhlaup Einstakra barna þann 1. maí á Króknum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 25.04.2025 kl. 08.33 siggag@nyprent.isÞað er að skapast sú fallega hefð að halda styrktarhlaup þann 1. maí á Sauðárkróki fyrir Einstök börn. Allt skipulag í kringum hlaupið er í höndum hlaupahópsins 550 Rammvilltar en fyrst hlaupið var haldið árið 2023. Þetta er því í þriðja skiptið sem þær stöllur setja þennan viðburð á og hefur þátttaka farið fram úr björtustu vonum. Rúmlega 200 manns hlupu, gengu eða hjóluðu sér til gamans í fyrra og vonast skipuleggjendur að svipuð þátttaka verði þetta árið. Nú þarf bara að grafa upp hlaupaskóna og koma sér í hlaupagírinn fyrir 1. maí.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.