Andri Freyr og Gunna Dís eru langflottust

Herra Hundfúll er ekki duglegur við að hlusta á útvarp. Það er þó einn þáttur sem mögulega getur fengið hann til að bíta á útvarpsöngulinn og það eru Virkir morgnar á Rás 2. Sérstaklega þó ef snillingarnir að austan, Gunna Dís og Andri Freyr, eru við stjórnvölinn.

Þau geta jagast hvort í öðru eins og þreytt hjón en væntumþykjan skín í gegn og oftar en ekki verður úr hið snotrasta spjall. Nú þótti hinsvegar Andri hafa farið eitthvað yfir mörkin í spjalli við aðra útvarpskonu og fær talsvert á baukinn hjá sérstökum saksóknurum spjallþráða og samfélagsmiðla. Herra Hundfúll vonar að Andri láti þetta ekkert á sig fá enda er bæði hollt og gott að vera hundfúll öðru hvoru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir