Fífl og hálfvitar eru sagðir hafa nýtt atkvæðisrétt sinn

Nú eru kosningar afstaðnar og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó þó lífsmarkið væri kannski mismikið eins og gengur. Herra Hundfúlum mislíkar þó talsvert skortur á umburðarlyndi sem vart verður þverfótað fyrir á samfélagsmiðlum og spjallþráðum. Lítil hamingja virðist sumstaðar með úrslit kosninganna og eru kjósendur margir hverjir svo gjörsamlega hneykslaðir á því hvernig aðrir notuðu atkvæði sitt að þeir eru sagðir fífl og hálfvitar eða eitthvað þaðan af verra. Herra Hundfúlum er einnig brugðið yfir því að vart er búið að telja atkvæðin áður en spakvitrir og háttsettir höfðingjar gera því skóna að ný bylting verði gerð ef þeir sem taka við stjórnartaumunum standi ekki við loforð sín innan 100 daga. Þetta er með ólíkindum óábyrgt tal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir