Gleðisprauta beint frá Bíldudal

Herra Hundfúll hefur alveg gaman að tónlist og nú á föstudaginn horfði hann á þáttinn Tónaflóð sem Sjónvarp allra landsmanna sýndi í beinni frá Bíldudal. Þar fóru Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar fyrir hljómsveitinn Albatross sem fékk til sín góða gesti á hringferð um landið.

Að þessu sinni voru það GDRN og Emmsé Gauti sem tróðu upp ásamt gullmolunum Ladda og Röggu Gísla sem virðast eiga hvert bein í landsmönnum skuldlaust. Atriðið þar sem Glámur og Skrámur heimsækja Sælgætisland átti eiginlega alls ekki að geta gengið upp en stundum gerast galdrar – þetta var þannig móment og sama hvort fólk sat hugfangið í félagsheimilinu í Bíldudal eða bara heima fyrir framan imbakassann þá létu flestir töfrast þessa kvöldstund. Gleðisprauta beint í hjartað. Takk fyrir það!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir