Hvar voru stóru fjölmiðlarnir?

Herra Hundfúll er alveg drullusvekktur með umfjöllun fjölmiðla um leik Tindastóls og KR í gærkvöldi. Ekki það að Fréttablaðið sinnir nú íþróttum aðeins að nafninu til og RÚV allra landsmanna fer ekki upp fyrir Hvalfjarðargöng nema einhver splæsi á þá. Mogginn heldur úti öflugu íþróttablaði en þar virðast leikir landsbyggðarliðanna fá litla umfjöllun á íþróttasíðunum nema spilað sé í Bænum.

Það var mikil stemning búin að byggjast upp fyrir leik Tindastóls og KR, mikill fjöldi sótti leikinn í boði K-Taks og glöggir menn áætla að áhorfendur hafi verið á bilinu 600-900, þetta voru topplið deildarinnar að mætast og útlit fyrir mikla spennu – sem og varð. Og þá hugsar maður: Mogginn hlýtur að splæsa í góða frétt eins og þegar spilað er á Suðurnesjunum eða í höfuðborginni?! – Nei, lítil eins-dálks-frétt á forsíðu íþróttablaðsins var allt og sumt. En umfjöllun um leik ÍR og Njarðvíkur, það var stóra körfuboltafréttin í Mogga morgunsins.

Þetta fannst Herra Hundfúlum lélegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir