Hvimleiðir sauðir kvelja Króksara

Herra Hundfúll bíður að sjálfsögðu spenntur eftir að sjá skagfirsku kvenskörungana takast á við lið Grindavíkur í spurnigaþættinum Útsvari í Sjónvarpinu. Í morgun mátti heyra auglýsingar í útvarpinu þar sem hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir hér í heimabyggð hvöttu Skagfirðinga til dáða. Verra var að Herra Hundfúll heyrði ekki betur en að stúlkan sem las auglýsingarnar sagði þá sem auglýstu vera frá Sauðarkróki – ekki Sauðárkróki. Á þessu tvennu er talsverður munur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir