Strákarnir okkar standa í stórræðum á EM í Serbíu

Íslenska handboltalandsliðið stendur í stórræðum á erlendri grundu næstu dagana, nánar tiltekið í Vrsak. Handboltastrákarnir hafa oftar en ekki glatt landa sína með ágætum og stundum frábærum árangri. Herra Hundfúll er þó á því að þessar sjónvarpsauglýsingar þar sem landsliðsmennirnir eru sýndir í gríðarlegum dýrðarljóma séu nú svolítið tú möds og ekki laust við að kjánahroll setji að honum. Hundfúll sendir þó baráttukveðjur og vonar að Ísland standi sig vonum framar. Áfram Ísland!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir