Við þurfum öll að stíga skrefið!

Nú þrefa menn í París um loftslagsmál og öllum sem þykir nú eitthvað vænt um okkar einmanalegu jörð hér í gímaldi geimsins krossa eflaust fingur í þeirri von að þjóðir heims komi sér saman um að stíga stór skref í átt til minnkandi mengunar andrúmsloftsins.

Herra Hundfúll krossar fingur þó það komi honum reyndar spánskt fyrir sjónir að Reykvíkingar og Oslóarbúar hafi komið sér saman um að hætta að sigla einu jólatré yfir hafið til að draga úr mengun – skipið siglir jú örugglega hvort sem tréið verður meðferðis eða ekki.

En kannski er þetta einmitt hugsunin sem kemur okkur í mestan bobba? Hvert einstakt skref er svo ógnarsmátt í okkar huga. En ef við stígum öll skrefið þá er kannski allt mögulegt?  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir