Aðalheiður Bára lenti í 2. sæti á Íslandsmóti ÍF sem haldið var á Króknum í flokki BC 1 til 5

Verðlaunahafar í BC 1 til 5. flokki. f.v. Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Ingi Björn Þorsteinsson og Hjörleifur Smári Ólafsson. MYNDIR AÐSENDAR+SG
Verðlaunahafar í BC 1 til 5. flokki. f.v. Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Ingi Björn Þorsteinsson og Hjörleifur Smári Ólafsson. MYNDIR AÐSENDAR+SG

Um sl. helgi fór fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia í Síkinu á Sauðárkróki. Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu kom sá og sigraði og fagnaði Íslandsmeistaratitli í 1. deild í fyrsta sinn en einn keppandi frá Grósku, íþróttafélagi fatlaðara í Skagafirði, lenti í verðlaunasæti á mótinu. Það var Aðalheiður
Bára Steinsdóttir sem lenti í 2. sæti í flokknum BC 1 til 5.

Ríflega 150 keppendur tóku þátt í mótinu en með aðstoðarfólki voru um 250 manns komnir í fjörðinn fagra. Mótið stóð yfir á laugardeginum og sunnudeginum en að móti loknu var verðlaunaafhending. Lokahóf mótsins var svo haldið í Miðgarð og var þar slegið á létta strengi og gætt sér að dýrindis mat. Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

1. deild
1. sæti: Sigurjón Sigtryggsson, Snerpu.
2. sæti: Guðrún Ólafsdóttir, Firði.
3. sæti: Hjalti Bergmann Eiðsson, ÍFR.

2. deild
1. sæti: Kristín Andrea Sæby Friðriksdóttir, ÍFR.
2. sæti: Ylfa Óladóttir, Ægi.
3. sæti: Aron Fannar Skarphéðinsson, Völsungi.

3. deild
1. sæti: Sunna Jónsdóttir, Eik.
2. sæti: Telma Þöll Þorbjörnsdóttir, Suðra.
3. sæti: Anton Orri Hjaltalín, Eik.

4. deild
1. sæti: Héðinn Jónsson, Eik.
2. sæti: Helgi Sæmundsson, Nes.
3. sæti: Arnar Bogi Andersen, Ægi.

5. deild
1. sæti: Ína Owen Valsdóttir, Suðra.
2. sæti: Ívar Gunnrúnarson, Nes.
3. sæti: Kamma Viðarsdóttir, Gný.

6. deild
1. sæti: Kristófer Fannar Sigmarsson, Eik.
2. sæti: Sindri Gauksson, Völsungi.
3. sæti: Málfríður A. Kristinsdóttir, Ösp.

Rennuflokkur
1. sæti: Þórey Rut Jóhannesdóttir, Ösp.
2. sæti: Ástvaldur Ragnar Bjarnason, Nesi.
3. sæti: Kristján Vignir Hjálmarsson, Ösp.

BC 1 til 5
1. sæti: Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR.
2. sæti: Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku.
3. sæti: Hjörleifur Smári Ólafsson, ÍFR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir