Arnar Geir endaði í 2. sæti í síðasta móti ársins

Arnar Geir Hjartarson, kylfingur úr Golfklúbbi Sauðárkróks, gerir það gott í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Dagana 15.-16. október lék hann í Lindenwood Belleville Invite mótinu sem fram fór í bandaríska háskólagolfinu og komst á verðlaunapall.

Á kylfingur.is segir að Arnar Geir hafi leikið vel í mótinu við erfiðar aðstæður og endað í 2. sæti á 8 höggum yfir pari og 5 höggum á eftir Jonathan Graf sem fagnaði sigri. Lið Arnars, Missouri Valley College, endaði í efsta sæti í liðakeppninni á 33 höggum yfir pari.

Leikið var á Stonewood golfvellinum sem hannaður var af golfgoðsögninni Jack Nicklaus.

Sjá nánar á kylfingur.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir