Ásdís og Guðmar verðlaunuð fyrir góðan námsárangur

Guðmar og Ásdís með verðlaunin. Mynd: Ásdís Ósk
Guðmar og Ásdís með verðlaunin. Mynd: Ásdís Ósk

Þriðja árs nemendur við Hestafræðideild Háskólans á Hólum héldu reiðsýningu síðastliðinn laugardag í tengslum við útskrift þeirra frá skólanum. Við tilefnið voru veitt tvenn verðlaun fyrir góðan árangur í náminu. Að þessu voru það tveir Skagfirðingar sem hlutu þau.

Morgunblaðshnakkinn hlaut Ásdís Ósk Elvarsdóttir fyrir besta samanlagðan árangur öll þrjú árin í reiðmennsku áföngum. Ásdís Ósk er frá Syðra-Skörðugili og er dóttir Elvars Einarssonar og Sigríðar Fjólu Viktorsdóttur.

Sá nemandi sem stendur efstur í lokaprófi í áfanganum ,,Þjálfun reiðhesta II‘‘ hlýtur FT skjöldinn. Að þessu sinni var það Guðmar Freyr Magnússon sem hlaut skjöldinn. Guðmar er sonur Magnúsar Braga Magnússonar á Íbishóli og Valborgar Jónínu Hjálmarsdóttur frá Tunguhálsi.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir