Áskorendaleikur skilaði knattspyrnudeildinni hálfri milljón

Eins og allir hafa orðið varir við hefur íþróttalíf í gjörvöllum heiminum legið á hliðinni vegna Covid ástandsins sem enn vofir yfir okkur. Hefur þetta haft mikil áhrif á rekstur íþróttafélaga sem brugðist hafa við á ýmsan hátt. Þá hefur stuðningsfólk lagt sín lóð á vogarskálarnar og m.a. hrundið af stað áskorendaleikjum á Facebook.

Stuðningsfólk knattspyrnudeildar Tindastóls var meðal þeirra fjölda deilda og félaga á landinu sem tók þátt og afraksturinn virkilega góður. Samkvæmt Rúnari Rúnarssyni, formanni deildarinnar, tóku alls 84 þátt í leiknum og lögðu inn á reikning deildarinnar 517.251 krónur.  

„Það hefur ekki verið ákveðið í hvað þessir peningar fara, en líklega verða þeir notaðir í rekstur á deildinni í afar erfiðu árferði. Stjórn Knattspyrnudeildar Tindastóls vill koma á framfæri þúsund þökkum á alla þá sem tóku þátt, en þessi söfnun fór langt fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Rúnar, ánægður með sitt fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir