Augnablik bíður í Mjólkurbikarnum

Kvennalið Tindastóls komst í síðustu viku áfram í Mjólkurbikarnum og fyrir helgi var dregið í 16 liða úrslitin. Þegar búið var að fiska öll liðin upp úr hattinum góða kom í ljós að stelpurnar þurfa að spila útileik gegn liði Augnabliks í Fagralundi í Kópavogi sem líkt og lið Tindastóls spilar í Inkasso-deildinni.

Það er því ágætur möguleiki á að komast áfram í Mjólkurbikarnum og einhverja dreymir örugglega um heimaleik gegn einu af Pepsi-deildar liðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir