Bikarævintýrið á enda

Bikarinn fer ekki á krókinn þetta árið en vonandi á næsta ári. MYND:PF
Bikarinn fer ekki á krókinn þetta árið en vonandi á næsta ári. MYND:PF

Á föstudagskvöldið fór Tindastóll í Vesturbæinn og mætti þar KR í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins kvenna. KR-ingarnir byrjuðu af miklum krafti en þetta jafnaðist út í seinni hálfleiknum, en eina mark leiksins kom á 9. mínútu og voru það KR sem skoruðu það og urðu lokaúrslitin 1-0 fyrir KR. Bikarævintýrinu lokið hjá Tindastólsstelpum en KR komið í undanúrslit.

Átta liða úrslitin byrjuðu á föstudagskvöldið 28. júní klukkan 18:00 á Meistaravöllum þegar Tindastóll heimsótti KR. KR byrjaði leikinn mjög vel og voru komnar yfir í leiknum á 9. mínútu eftir mark frá Betsy Doon Hassett. KR voru líklegri að bæta við en náðu ekki setja boltann í markið, Stólarnir náðu að vinna sig í leikinn og var mikið jafnræði en staðan 1-0 fyrir KR í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var mjög jafn og voru nokkur góð færi í þeim seinni hjá báðum liðum. Undir lokin tók KR öll völd inn á vellinum og átti Lauren stórleik á milli stanganna þegar KR óð í færum en náðu ekki að skora en ekki voru fleiri mörk gerð í leiknum og úrslitin 1-0 fyrir KR sem þýðir að bikarævintýrið hjá Tindastól er lokið.

Þetta er flottur árangur hjá stelpunum í Tindastól og geta þær borið höfuðið hátt. Nú er bara að halda áfram í deildinni. Næsti leikur er á móti Aftureldingu og verður leikurinn spilaður á Varmárvelli klukkan 18:00 föstudaginn 5. júlí, Áfram Tindastóll.

/EÍG

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir