Blönduóstorfæran um helgina

Mynd: Facebooksíða Bílaklúbbs Akureyrar.
Mynd: Facebooksíða Bílaklúbbs Akureyrar.

Þriðja umferðin í Íslandsmótinu í torfæru fer fram á Blönduósi á laugardaginn og hefst keppnin klukkan 11:00. Mótið er í umsjón Bílaklúbbs Akureyrar og fer keppni fram í Kleifarhorni. Keppt verður í tveimur flokkum, götubílaflokki og sérútbúnum. Sagt er frá þessu á fréttavefnum huni.is.

Þór Þormar Pálsson, Geir Evert Grímsson og Haukur Viðar Einarsson eru allir jafnir að stigum í flokki sérútbúinna bíla og er því staðan á Íslandsmótinu æsispennandi og einsýnt að allt verði lagt undir í keppninni á Blönduósi á laugardaginn..

Aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að verðlaunaafhending fari fram klukkan 17:05.

Fleiri fréttir