Domi endurnýjaði samning við Kormák/Hvöt

Hámundur, Domi og Lee Ann, við undirskrift leikmannasamnings. Mynd af FB Knattsp.deild Hvatar.
Hámundur, Domi og Lee Ann, við undirskrift leikmannasamnings. Mynd af FB Knattsp.deild Hvatar.

Juan Carlos Dominguez Requena, skrifaði í gær undir nýjan samning við Kormák/Hvöt en Domi kom til liðsins í fyrrasumar og var mikilvægur hlekkur í varnarleik liðsins. Á Facebooksíðu Knattspyrnudeildar Hvatar segir að stjórnin hlakki til áframhaldandi samstarfs við Domi. Við undirritun samningsins voru viðstödd Hámundur Örn og Lee Ann sem sitja í meistaraflokksráði Hvatar.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar var haldinn í síðustu viku þar sem ný stjórn var kjörin en hana skipa Erla Ísafold Sigurðardóttir, Lee Ann Maginnis, Heimir Hrafn Garðarsson, Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Heiðar Þórisson sem er nýr aðili í stjórn. Jón Örn Stefánsson gaf ekki kost á sér í stjórnarkjöri og voru honum færðar þakkir á fundinum fyrir starf í þágu deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir