Stólarnir halda sér í barráttunni um að komast upp um deild

Jóhann Daði skoraði fjórða mark Tindastóls. Mynd: Siggi Photography
Jóhann Daði skoraði fjórða mark Tindastóls. Mynd: Siggi Photography

Tindastóll 4 – 2 Álftanes
1-0 Arnar Ólafsson (´4)
2-0 Konráð Freyr Sigurðsson (´38)
3-0 Konráð Freyr Sigurðsson (´44)
3-1 Magnús Ársælsson (´47)
3-2 Brynjar Logi Magnússon (´55)
4-2 Jóhann Daði Gíslason (´75)

Meistaraflokkur Tindastóls karla í knattspyrnu tók á móti Álftanesi í gærkvöldi á Sauðárkróksvelli. Fyrir leikinn var Álftanes í næst neðsta sæti með fimm stig en Stólarnir í fjórða sætinu með 20 stig, ennþá að daðra við það að komast upp um deild.

Tindastóll byrjaði leikinn vel og komst snemma yfir með marki frá Arnari Ólafssyni. Fyrirliðinn Konráð Freyr bætti við tveimur góðum mörkum fyrir hálfleik og Stólarnir því í þægilegri stöðu.

Álftanes ætlaði ekki að gera ferðina norður tilgangslausa og minnkuðu muninn í 3-2 í byrjun seinni hálfleiks. Jóhann Daði hafði lítinn áhuga á að sýna þeim miskunn og setti fjórða mark Tindastóls þegar korter var eftir af leiknum og Tindastóll tók stigin þrjú.

Króksarar sitja ennþá í fjórða sætinu eftir leikinn en þeim í vil gerðu liðin tvö fyrir ofan þá jafntefli í umferðinni og er Tindastóll því fjórum stigum frá öðru sætinu sem Árborg situr í. Árborg er einmitt næsti andstæðingur liðsins og nú er því tækifærið að hamra járnið meðan það er heitt og gera atlögu að því að komast upp um deild.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir