Drenglyndi í knattspyrnuheimum

Í tilkynningur á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Tindastóls var greint frá því í dag að stjórn knattspyrnudeildar, ásamt stjórn barna & unglingaráðs Tindastóls, hafi haft samband við Hauk Einarsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, og tilkynnt honum að knattspyrnudeildin muni fella niður mótsgjöld á fótboltamótum sem hún mun halda í sumar fyrir iðkendur Grindavíkur.

Þetta er laglega að verki staðið hjá knattspyrnudeildinni og virðingarvert framtak. Tindastóll heldur að venju tvö mót í sumar; ÓB-mót fyrir stúlkur í 6. flokki og Króksmótið þar sem drengir í 6. og 7.flokki etja kappi.

„Með þessu vill knattspyrnudeildin styðja við bakið á flottu starfi sem hefur átt sér stað í Grindavík undanfarin ár og aðstoða foreldra sem hafa þurft að yfirgefa bæinn sinn og upplifa eitthvað sem enginn sá fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Áfram Tindastóll og Áfram Grindavík!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir