Fimm Norðurlandsmeistaratitlar til Júdódeildar Tindastóls

Tveir góðir á Norðurlandsmóti í Júdó á Blönduósi sl. sunnudag. Mynd: Hjálmar Ólafsson.
Tveir góðir á Norðurlandsmóti í Júdó á Blönduósi sl. sunnudag. Mynd: Hjálmar Ólafsson.

Norðurlandsmót í Júdó var halið á Blönduósi í gær og mættu alls 34 keppendur frá þremur júdófélögum á Norðurlandi: Gestjöfunum í Pardusi á Blönduósi, Tindastóli, og KA á Akureyri. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að Norðurlandsmót hafi verið haldin á Blönduósi frá árinu 2015 og var þetta fjórða árið í röð sem það er haldið.

Um samstarfsverkefni júdófélaganna þriggja á Norðurlandi er að ræða en mest mæðir þó á Blönduósingum sem bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu og halda utan um skipulagið. Áður átti að halda mótið í byrjun nóvember en því varð að fresta vegna slæms veðurs. 

Mótið hófst á sameiginlegri upphitun keppenda og svo reið yngri hópurinn á vaðið þegar keppnin sjálf hófst rétt upp úr klukkan 11. Það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með yngstu iðkendunum sem margir eru að keppa á sínu fyrsta móti og standa sig ávallt eins og hetjur. Eftir að keppni yngri hóps lauk fór verðlaunaafhending fram áður en eldri hópurinn hóf keppni. Þar áttust við reyndari keppendur og var oft hart barist. 

Eftir keppni var öllum keppendum boðið upp á súpu og pasta á B&S sem rann mjög vel ofaní mannskapinn eftir orkufrek átök. 

Fimm Norðurlandsmeistaratiltlar komu í hlut Tindastóls, þrír til Pardus og þrír til KA. 

Sjá nánar á heimasíðu Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir