Fjögur efnileg valin til þátttöku í úrtaksæfingum hjá KSÍ

Margrét Rún er efnilegur markvörður og hefur verið valin í landsliðsúrtak hjá U16. MYND AF NETINU
Margrét Rún er efnilegur markvörður og hefur verið valin í landsliðsúrtak hjá U16. MYND AF NETINU

Síðastliðinn laugardag fóru fram úrtaksæfingar Knattspyrnusambands Íslands hjá leikmönnum liða af Norðurlandi. Það voru leikmenn fæddir árið 2005 sem komu til greina og voru fjórir ungir og efnilegir leikmenn frá Tindastóli valdir til æfiinga, þrjár stúlkur og einn piltur.

Þetta voru þau Einar Ísfjörð Sigurpálsson, Magnea Petra Rúnarsdóttir, Margrét Rún Stefánsdóttir og Marsilía Guðmundsdóttir. Auk þess átti Tindastóll einn fulltrúa í þjálfarahópnum á þessum æfingum en það var Óskar Smári Haraldsson.

Þá má geta þess að Margrét Rún Stefánsdóttir var valin í landsliðsúrtak hjá U16 ára landsliði kvenna, þær æfingar fara fram á næstunni. Margrét, sem er aðeins 15 ára gömul en verður 16 á árinu, hefur staðið í marki meistaraflokks Tindastóls nú eftir áramót. Hún er efnilegur markvörður með mikinn metnað og vilja til að bæta sig enn frekar.

Heimild: Facebook-síða barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Tindastóls

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir