Fjórir kylfingar frá GSS á Íslandsmóti

Fjórir kylfingar frá GSS fóru á Íslandsmót unglinga í höggleik sem haldið var á hinum stórskemmtilega Kiðjabergsvelli í Grímsnesi dagana 20. - 22. júlí sl. Í flokkum 14 ára og yngri kepptu þau Matthildur Kemp Guðnadóttir og Elvar Ingi Hjartarson. Í flokki 15 - 16 ára keppti Aldís Ósk Unnarsdóttir og í flokki 17 - 18 ára keppti Arnar Geir Hjartarson.

Arnar Geir

Leiknar voru 18 holur á dag - samtals 54 holur og voru þátttakendur alls 147 í öllum flokkum. Elsti flokkur stráka spilaði á hvítum teigum, stúlkurnar spiluðu á rauðum teigum en flokkur 14 ára og yngri drengja spilaði á bláum teigum.

Matthildur varð í 11. sæti af 14 keppendum í sínum flokki. Elvar Ingi varð í 24.sæti af 36 keppendum. Aldís varð í 13.sæti af 16 keppendum. Arnar Geir varð síðan í 8.sæti af 30 keppendum í hans flokki.

 

Öll úrslit úr mótinu er síðan hægt að sjá á http://www.golf.is/

/HG

Elvar Ingi

Fleiri fréttir