Fjórir úr Hvöt á hæfileikamótun N1 og KSÍ

Fjórir ungir knattspyrnudrengir úr Hvöt Andri Snær Björnsson, Eyjólfur Örn Þorgilsson, Gunnar Bogi Hilmarsson og Trausti Þór Þorgilsson hafa verið boðaðir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi. Æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.

Á Facebook-síðu USAH kemur fram að Andri Snær sé varnarmaður sem aldrei gefst upp, lætur finna fyrir sér á vellinum og er öruggur í öllum sínum aðgerðum. Eyjólfur Örn er stór og stæðilegur varnarmaður sem er öruggur á boltann og með frábæran leikskilning og Gunnar Bogi bráðefnilegur markmaður, hikar ekki einn á móti einum og er góður á milli stanganna. Þá er Trausti Þór eldfljótur sóknarmaður sem ógnar sífellt með hraða sínum og krafti. Ákefð hans skilar oftast marki eða stoðsendingu,“ segir í lýsingu USAH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir