Fresta opnunarhátíð skíðasvæðisins í Tindastól

„Það þýðir ekkert að vera með svona hátíð nema að veðrið sé almennilegt,“ sagði Viggó staðarhaldari í Tindastól. Mynd: FB-síða skíðasvæðisins í Tindastól.
„Það þýðir ekkert að vera með svona hátíð nema að veðrið sé almennilegt,“ sagði Viggó staðarhaldari í Tindastól. Mynd: FB-síða skíðasvæðisins í Tindastól.

Það hefur ríkt sannkallað vetrarríki á landinu undanfarnar vikur með kulda og ofankomu svo ætla má að skíðasvæðið í Tindastóli færi að verða tilbúið að taka á móti gestum. Viggó Jónsson, staðarhaldari, dró samt seiminn er hann var spurður í gær hvort mikill snjór væri  kominn á svæðið.

Í Feyki í dag er haft eftir Viggó að stefnt væri að því að opna um helgina en vegna óhagstæðrar veðurspár hefur þeim áformum verið slegið á frest. „Það þýðir ekkert að vera með svona hátíð nema að veðrið sé almennilegt,“ sagði Viggó í morgun en þá lá ákvörðun fyrir um frestunina. Ekki er komin nein dagsetning á opnun en það verður auglýst vel og rækilega.

Aðspurður um hvort ekki hafi verið slæmt að ná ekki að opna fyrir áramót segir Viggó: „Við erum að fínstilla hjólastellin núna. Það var svekkelsi að geta ekki opnað fyrir áramót en á móti kemur að við vorum ekki klár með efri lyftuna þannig að tíminn hefur nýst algjörlega. Við erum ekkert brjálaðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir