Glæsilegur árangur hjá Ægi á Íslandsmótinu í CrossFit

Ægir Björn Gunnsteinsson á CrossFit mótinu um sl. helgi.  MYNDIR: ÞÓRUNN KATRÍN
Ægir Björn Gunnsteinsson á CrossFit mótinu um sl. helgi. MYNDIR: ÞÓRUNN KATRÍN

Íslandsmótið í CrossFit hófst í CF Rvk þann 12. október og var Króksarinn Ægir Björn Gunnsteinsson einn af keppendum- þessa móts. Keppti var í mörgum aldursflokkum í bæði karla og kvennaflokki og að auki var keppt í opnum flokki, sem var stærsti flokkurinn, og í honum keppti Ægir.

Til að eiga möguleika á að taka þátt þurftu keppendur að framkvæma fjórar æfingar og skila inn skorinu til skipuleggjenda mótsins. Í byrjun september fékk Ægir svo að vita að hann fengi inngöngu og hafi verið þriðji efsti inn í flokkinn. Hann fékk svo mánuð til að undirbúa sig og endaði í 3. sætinu, náði því að halda sætinu sem hann komst inn á í mótið sem er glæsilegur árangur.

Næsta mót sem kappinn keppir á er einstaklingsmót í Bretlandi og heitir European Championship og verður 25. - 26. nóvember. Ægir verður ekki eini keppandinn héðan í þetta skiptið heldur fer einnig kærastan hans, Þórunn Katrín Björgvinsdóttir og drengirnir Viktor Jóhannes Kristófersson, Daði Hlífarsson og Arnar Bjarki Kristjánsson. Það verður því gaman að fylgjast með þessu flotta fólki í lok nóvember.

     

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir