Glæsilegur sigur drengjaflokks Tindastóls í gærkvöldi

Drengjaflokkur Tindstóls í körfubolta er kominn í undanúrslit eftir glæsilegan sigur á Grindavík í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi og er þar með fjórða liðið hjá Tindastóli sem tryggir sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Lokatölur í leiknum urðu 102-61 og segir á heimasíðu Tindastóls að aldrei hafi verið spurning hvernig hann færi. Strákarnir mæta annað hvort KR eða Njarðvík í undanúrslitum Íslandsmótsins, á fyrri úrslitahelgi KKÍ sem verður leikin í Njarðvík um helgina.

Fleiri fréttir